Hverju breytti þjóðaratkvæðagreiðslan og hvert skal haldið ?

 

Staða Íslands er óbreytt. Lokað er á allar lánalínur og endurreisnin tefst í það endalausa. Engir fjármunir fást til fjárfestinga og lánshæfimatið sígur neðar og neðar.

Maður lýsir eftir öllum þeim gríðarlega ávinningi og stuðningi sem áttu að birtast okkur í heiminum að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég man þegar þingmaður Framsóknarflokksins, Siv Friðleifsdóttir hélt hástemmda ræðu í þinginu um að við ættum að nýta okkur bylgju stuðnings í heiminum til að knésetja Hollendinga og Breta.

En hinn bitri sannleikur er annar og ekkert er breytt. Nú eru taldar líkur á að afgreiðsla lána frá AGS sé ekki á dagskrá og sömu þjóðir og áður loki á það vegna Icesave.

Sigur okkar vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar... er að snúast upp í allt annað og má segja að áróðurshóparnir... InDefence... Framsóknarflokkurinn og fleiri séu nú með öngulinn í rassinum og það sé að renna upp fyrir þeim hverskonar stórtjóni þeir hafa valdið með að koma í veg fyrir að þetta mál væri klárað..

En þetta munu þeir aldrei viðurkenna en þögnin síðustu vikur segir sína sögu.

 


mbl.is Íslandslán ekki á dagskrá AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Jón Ingi. Hvað er þetta með ykkur Smfó-liða að reyna allt sem þið getið til að gera lítið úr Forsetanum, synjun hans á staðfestingu laganna og þjóðaratkvæðagreiðslunni í kjölfarið? Er það ekki nokkuð ljóst að ef ekki þá hefðu þessi lög öðlast gildi strax í janúar og við sætum uppi með reikninginn?

En einmitt vegna þessa gjörnings Forsetans eru bretar og hollendingar nú tilbúnir að koma að borðinu með öðru hugarfari. Það var grátbroslegt að horfa á foringjann þinn koma fram fyrir alþjóð og segja þessa þjóðaratkvæðagreiðslu marklausa, enda lægi fyrir betra samkomulag við breta og virtist hún ekki gera sér nokkra grein fyrir því að það var vegna synjunar forsetans og fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu sem bretar óttuðust og sömuleiðis ríkisstjór Íslands. Hún vildi auðvitað ekki að þessum lögum sem hún knúði í gegnum þingið með hótunum yrði troðið öfugum ofan í kokið á henni sem óásættanlegum eftir að hafa margyfirlýst að væru mjög góð fyrir íslenska þjóð og það besta sem hægt væri að fá.

Og hvað varðar stuðning við málstaðinn erlendis, þá hefur hann farið vaxandi þrátt fyrir að ríkisstjórnin hirði ekkert um hann, enda vilja þau engan stuðning við annað en að við leggjumst flöt undir kúgarana með tærnar upp.

Það er auðvitað ríkisstjórnarinnar að afla stuðnings við réttláta niðurstöðu en málið er bara að ef það næst fram betri samningur um lausn málsins eru þau líka að viðurkenna að lögin frá í janúar voru vond, að þeim mistókst, og það er ekki við því að búast að þau vinni að heilindum að því.

Þess vegna er eina leiðin að ríkistjórn Jóhönnu segi af sér og við fáum nýtt fólk í þessar samningaviðræður til að hægt sé að ljúka þeim. Hafa bretar og hollendingar ekki lika krafist þess óbeint? Vilja allavega að algjör samstaða sé við gerð nýrra samninga eða m.ö.o. að stjórnarandstaðan sé með í ráðum. Traustið á núverandi ríkisstjórn er nú ekki meira en það hjá viðsemjendum okkar. Ríkistjórn Íslands er rúin trausti bæði innanlands og erlendis. Því á hún að fara frá. Ræður alls ekki við verkefnið.

Ef einhver er með öngulinn í rassinum þá er það ríkisstjórnin þín og þá helst foringi þinn hin heilaga Jóhanna sem er sennilega vanhæfasti forsætisráðherra sem setið hefur frá upphafi.

En það munuð þið aldrei viðurkenna. Til þess eruð þið of blind og of mikil hjörð, fylgið bara forystusauðnum, þessvegna fram af bjargbrúninni.

Viðar Friðgeirsson, 9.4.2010 kl. 15:07

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Vandamálið er og hefur verið þessi verklausa&ráðlausa ríkisstjórn undir verkstjórn Jóhannu Sigurðardóttur sem því miður hefurstaðið sig mjög illa.
Það að ríkisstjórnin hafi ekki náð klára Icesave málið sitt þó svo að margir hafi reynt að hjálpa henni en " samningasnilld " Steingríms hefur farið illa með þjóðina og hefur hún hafnað hans vinnubrögðum í þessu máli. Einng er það í dag krafa breta&hollendinga að stjórnarandstaðan komi að borðinu annars verði ekki samið sem í sjálfu sér segir manni að ríkisstjórninni er ekki treyst - um þetta er ekki deilt -
SA var vísað frá stöðugleikasáttmálanum vegna vanefnda ríkisstjórnarinnar -
ISG vill fresta esb - viðræðunum - og er ég henni þar sammála - miklir peningar fara þar í það dyrabjöllugabb -
Svona mætti lengi telja EN er ekki kominn tími að Jóhanna átti sig á því að hún ræður ekki við verkefnið - ég ákvað að minnast ekki á Svandísi Svavarsdóttur og hennar hlut í því að tefja framkvæmdir og vinna gegn endurreisn þjóðarinnar -

Óðinn Þórisson, 9.4.2010 kl. 18:22

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Síendurteknar fyllyrðingar um að ríkisstjórnin sé verklaus virðast hafa þau áhrif á marga vel gefna menn að þeir trúa þessu eins og þetta sé hinn eini og hreini sannleikur.

Það er öðru nær.

Ríkisstjórnin hefur náð frábærum árangri á mjög mörgum sviðum.

Hún hefur bjargað mörgum heimilum frá greiðsluþroti. Breytt lögum um uppboð, lækkað kostnað vegna innheimtu og vaxta, stórhækkað vaxtabætur.  Hún er núna að knýja bílalánafyrirtækin til að leiðrétta bílalánin.  Hún er að skera niður ríkisútgjöldin og hefur þurft að hækka skatta. Við þessi verk hefur hún í huga að hlífa eftir megni þeim sem lægst laun hafa og minnst mega sín. Hún er að ná gríðarlegum árangri í stjórn efnahagsmála. Önnur endurskoðun AGS er á næstu dögum, það tryggir okkur öllum betri lánakjör og afstýrir hættu á greiðsluþroti þjóðarbúsins. Það er verið að vinna endurskoðun margra þýðingarmikilla mál, eins og tillögur um auðlindagjald eru dæmi um. Það er verið að endurskoða sjávarútvegsstefnuna. Það er verið að breyta lögum til að unnt sé að lögsækja fjárglæframenn og haldleggja eignir. Það er verið að endurreisa traust á íslensku bönkunum. Það er verið að vinna stefnu sem sættir umhverfisvernd og orkunýtingu.

Þeir sem hamast við að halda því fram að ekkert sé gert, ég get ekki skilið í hvaða hugarheimi þeir lifa.

Góðar stundir.

Jón Halldór Guðmundsson, 10.4.2010 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 818070

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband