Framsókn og Sjálfstæðisflokkur lömuðu eftirlitskerfin.

 

 "Stjórnvöld segja að rannsókn á skattalagabrotum í tengslum við banka hrunið hafi leitt í ljós, að tekjur sem nema hundruð milljörðum króna hafa ekki verið taldar fram til skatts í bankakerfinu eins og lög gera ráð fyrir. "

 

Í stjórnartíð Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks voru eftirlitskerfi þjóðarinnar markvist lömuð og dregið úr umsvifum þeirra.

Bankaeftirlit, skattaeftirlit, samkeppniseftirlit og fleiri voru svelt og dregið úr umsvifum þeirra. Vildavinir flokkanna áttu sannarlega að fá frítt spil í að sölsa undir sig eigum þjóðarinnar í friði og ró og fá tækifæri til að hámarka gróða sinn..

Nú er smátt og smátt að koma í ljós að þjófagengi fór ránshendi um eigur okkar og það gerðu þeir með aðstoð og velvilja Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.

Það verður fróðlegt að lesa nafnalistana sem birtast í hrunskýrslunni... þar munu opinberast stórkostlegur þjófnaður í skjóli þeirra flokka sem lengst hafa ráðið ríkjum á Íslandi...

Það er talað um þjófagengi frá Litháen og Póllandi sem hér fari um ljósum logum

Það eru smáaurar sem þau gengi taka til sín miðað við þjófagengin sem störfuðu hér með velþóknun og stuðningi Framsóknar og Sjálfstæðisflokks áratugum sama og mest eftir einkavinavæðinguna miklu.

 


mbl.is Hundraða milljarða skattsvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Náhirðin mun fara hamförum á blogginu næstu daga að sannfæra sjálfa sig og aðra að Sjálfgæðingsflokkurinn hafi hvergi komið nærri og auðvitað sé þetta núverandi stjórn að kenna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.3.2010 kl. 13:18

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hættið þessu ansk einelti - ég veit bara ekki til þess að ég hafi verið að svindla á ykkur eða öðrum hér - endilega að vera ekki að draga alla ansk "hriðrina" (Sjálfstæðis) ofaní sama drullu pottinn - þá má eflaust margt finna að hjá ykkar - en eigum við ekki að reyna að einhenda okkur í að laga hlutina frá þeim stöðum sem við sjálfir stöndum ?

Jón Snæbjörnsson, 16.3.2010 kl. 13:25

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvernig viltu standa að þeirri lagfæringu Jón?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.3.2010 kl. 13:29

4 Smámynd: Hamarinn

Hefur samfylkingin ekki verið í stjórn núna í bráðum 3 ár?

Tekur allan þennan tíma að koma lagi á hlutina.Þetta virðist vera gjörsamlega getulaus flokkur.

Hamarinn, 16.3.2010 kl. 13:31

5 Smámynd: Hamarinn

Tímasetningin stórkostleg hjá þessu liði. Þegar öllu hefur verið komið undan, þá er einmitt rétti tíminn til að frysta eigurnar. Þetta lið er hlægilegt.

Hamarinn, 16.3.2010 kl. 13:32

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Axel - nú með því að vinn af heilindum og vinna saman - við þurfum ekki að hengja sama "vagninn" aftan í okkur og nú er dreginn af þessum einstkalingum sem við höfum verið að deila á / en samvinna Axel - traust og trúnaður er það fjarstæðukennt

Jón Snæbjörnsson, 16.3.2010 kl. 13:42

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hreinsun úr flokkum - td Sjálfstæðisflokk en ég nefni hann hér vegna þess að hann snýr beinast við mér - þið setjið svo ykkar markmið þar sem þið eruð þe ef þið eruð einhversstaðar í "bókaðir"

Jón Snæbjörnsson, 16.3.2010 kl. 13:44

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Formaður stjórnar Fjárálaeftirlitsins var Jón Sigurðsson, og hann var líka varaformaður stjórnar Seðlabanka. Síðast þegar vitað var til var Jón skráður í Samfylkinguna. Bankamálaráðherra í ríkisstjórninni við hrunið heitir Björgvin Sigurðsson, síðast þegar vitað var til var hann í Samfylkingunni. Það er sama hvað Samfylkingin reynir að hlaupast undan ábyrgð, það tekst ekki. Ekki einu sinni þau rök að Samfylkingarfólkið í ríkisstjórninni þykist bara hafa verið svo lítil og vitlaus. Það nýjasta sem stuðningsmenn Samfylkingarinnar gera til að verja sig með er að þau hafi öll asnaeyru. Það útskýrir e.t.v. asnarök, en lítið annað.

Sigurður Þorsteinsson, 16.3.2010 kl. 14:10

9 identicon

Það er ný helvíti grunnt að halda því fram að bláleita heljarklóin studd af maddömmunni hafi haft slíkt vald, að geta lamað skatta-eftirlit. Að minnsta kosti eru þeir á skattstofunni flest ár pennavinir mínir, og það útaf einhverju smotteríi eða engu.

Ekki gátu eftirlitsstofnanir Hollands og Breta almennilega hamið þessi fyrirtæki íslendinga, þannig að það er kannski ekki nema von að okkar skattafólk, sem frekar er vant því að senda bréf v. gúmmístígvéla í vitlausum kostnaðarlið o.þ.h. eigi eitthvað erfitt með starfið.

En...þetta er jú allt undir farsælu EES regluverki, sem framsókn innleiddi, eða hvað :D

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 14:11

10 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigðurður..sparaðu stóru orðin.. það er stutt í hrunskýrsluna.

Jón Ingi Cæsarsson, 16.3.2010 kl. 21:24

11 Smámynd: Víðir Benediktsson

Mikið fjandi var Samfylkingin lengi að kveikja á perunni. Það eitt og sér er vítavert kæruleysi ef ekki bara saknæmt. Reyndar verður að virða henni það til vorkunnar að hún sá ekki sólina fyrir Sjálfsstæðisflokknum um tíma og gerir það reyndar ekki enn í sumum sveitarfélögum.

Víðir Benediktsson, 16.3.2010 kl. 23:28

12 Smámynd: Hamarinn

Þingvallarkossinn var baneitraður fyrir sumar.

Hamarinn, 17.3.2010 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 818038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband