Mannúð og mildi - já takk.

Það get­ur verið að málið leys­ist á næstu dög­um ef frum­varpið fer í gegn­um Alþingi,“ seg­ir Magnús Davíð Norðdahl lögmaður fimm manna fjöl­skyldu frá Gana. Hann vís­ar til þess sam­komu­lags sem náðist í gær um lok þingstarfa og á dag­skrá verða nokk­ur frum­vörp í dag meðal ann­ars frum­varp um breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um.

Það er sorglegt að þurfa horfa upp á það trekk í trekk að verið sé að henda litlum börnum út á gaddinn.

Vafalaust geta möppurdýrin fundið greinar og reglur í möppunum sínum sem hægt er að nota í þannig tilfellum.

En viljum við að þjóðfélagið okkar sé þannig, viljum við ekki að mannúð og mildi komi fyrst, regluverk og möppur seinna, þegar þannig stendur á ?

Þegar börn eiga í hlut á hreinlega að láta það ráða niðurstöðum slíkra mála.

Það er leitt að sjá suma stjórnmálaflokka viðhafa sömu rörsýn og varðhundar regluverksins.

Viljum við ekki breyta þjóðfélaginu okkar í átt til mannúðar og mildi ?

 


mbl.is Krefjast frestunar réttaráhrifa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. september 2017

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 818070

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband