Hvað í ósköpunum voru þingmenn að hugsa ?

Formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir stjórnvöld setja eldra fólk í fátæktargildru með 25 prósent frítekjumarki á tekjum. Áætlað sé að hækka markið í þrepum á næstu árum án þess að hafin sé formleg vinna í þeim efnum

____________________

Það var furðuleg ákvörðun þingmanna að lækka frítekjumarkið.

Hreinlega hægt að kalla það mannfjandsamlega aðgerð.

Ég trúi því ekki að þingmenn séu almennt dómgreindarlausir og held því að þetta hafi verið sett í þennan farveg af vanþekkingu og tómlæti.

Þetta hefur sett möguleika þúsunda eldri borgara út af vinnumarkaði og takmarkað möguleika þeirra á að bæta lífskjör sín.

Útskýrir hún að hún megi ekki vinna nema fyrir 25.000 krónur á mánuði án þess að lífeyrisgreiðslur hennar séu skertar, krónu á móti krónu. Harmar hún að eldri borgarar séu ekki hvattir til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og bendir á að hún borgi að sjálfsögðu tekjuskatt af launum sínum.

Viljum við trúa því að þingmenn búi til fátæktargildu fyrir eldri borgara viljandi ?

Held ekki.

En af hverju ætla þeir sér hálfan áratug til að vinda ofan af þessari ósvinnu sem var skellt á í skjóli myrkurs ?

Þess vegna hefur maður aðeins efasemdir um að þetta hafi verið gert óvart, heldur af kaldranalegri rökhyggju.

Þetta var ljótur blettur á þingmönnum sem fyrir þessu stóðu.


Svik og prettir í Sjálfstæðisflokknum.

Ásakanir um óheiðarlegar framboðsaðferðir beinast helst að framboði Ísaks Rúnarssonar, fyrrverandi formanni Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Stjórn Heimdallar er sögð vera með Ísaki í liði og er hún sökuð um að meina yfirlýstum andstæðingum hans þátttökurétt á sambandsþinginu. Þá hefur komið á daginn að hópur ungra sjálfstæðismanna, sem allir höfðu lögheimili utan Reykjavíkur áður, hafa skyndilega flutt lögheimili sín á heimili vinar Ísaks, Þengils Björnssonar, við Álftamýri í Reykjavík. Ísak segist ekkert vita og Þengill fullyrðir að mennirnir sjö búi með sér í húsinu.

( visir.is )

SUS-arar virðast vera sprenglærðir í svindi og prettum.

Hér tengi ég við góða grein sem dregur vel fram óheiðarleikann og svindlið sem viðgengst í stuttbuxnadeildinni.

Það varðar við lög að ljúga til um lögheimili en þeim er sennilega nokkuð sama.

Þetta virðist það útsmogið að þeir sem að þessu standa virðast hafa fengið góða tilsögn í Valhöll.

Hverskonar siðgæði er það að vilja vinna með svindli og prettum og svikum við félaga sína og samstarfsmenn.

Það greinilega lágt stillt siðgæðiskúrvan í Sjálfstæðisflokknum.

En þeir læra það sem fyrir þeim er haft.

 


Bloggfærslur 2. september 2017

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 818038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband