Náttúruhryðjuverk á Glerárdal ?

Hlaupið á Hlíðarfjall-3022Fyrirtækið Fallorka er að byggja virkjun á Glerárdal. Þetta dótturfyrirtæki Norðurorku og forstjóri þessi átti sér þann hugljúfa draum um smávirkjun á Glerárdal.

Gæluverkefni eru oft krefjandi fyrir sálina.

Að mati margra var það varla verkefni sem borgaði sig þar sem allir sem til þekkja er Gleráin nánast vatnslaus að vetrarlagi þegar orkunnar er mest þörf. En bæjarstjórn lét loks undan þessum þrýstingi og forstjórinn fékk að byggja sína smávirkjun fyrir hundruð milljóna.

 

Í millitíðinni var Glerárdalur gerður að fólkvangi og virkjunin var sett í útjaðar þess svæðis að vestan. Stærsti kostur Glerárdals var samkvæmt áliti hversu ósnortinn hann var þegar innar dró. En kjörin bæjaryfirvöld voru tilbúin að fórna þeim kosti auk þess sem hin stórfenglegu gljúfur Glerár verða vatnslaus að mestu því ána á að taka í rör.

Og svo hófust framkvæmdir.

Veganestið var vafalaust það að þarna yrði að vinna með varúð og hafa í huga að verið var að vinna á og við fólkvang.

En hefur það gengið eftir ?

Sannarlega ekki.

Þeir sem hafa séð þessar framkvæmdir sjá strax að þarna er ekki verið að vinna af varúð og tillitssemi við náttúruna. Þarna hafa vegslóðar verið gerðir án heimilda, þarna hefur verið farið í ýmsar jarðmyndanir sem eru óafturkræfar og svæðið lítur út eins og eftir alvarlega loftárás.

Þessa mun sjást merki um ófyrirsjánlega framtíð.

Að mínu mati bæjaryfirvöldum og fyrirtækinu til skammar. Bæjaryfirvöld hafa sofið á verðinum og gefið Fallorku veiðileyfi á dalinn og náttúruna. Það er full ástæða til að bæjarfulltrúar og fulltrúar umhverfisstofnunar vakni af ljúfum draumi og kanni hvað þarna er verið að aðhafast.

 

Ég vil sem borgari að þessi mál verði skoðuð alla leið, hvað er verið að gera og hver ber á því ábyrgð. Líklega er Glerárdalur að upplifa enn eitt náttúruhryðjuverkið og bæstist það í langa röð sklíkra síðustu áratugi.

Ég er sorgmæddur yfir skilningsleysi og skammsýni bæjarstjórnar sem leyfir svona aðgerðir. Kannski er þeim bara nákvæmlega sama.

Ræs bæjarfulltrúar og umhverfisyfirvöld á Akureyri.


Bloggfærslur 19. september 2017

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812348

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband