Heitu kartöflurnar, Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn

„Það að ákveða þátt­töku eða slit á rík­is­stjórn­ar­sam­starfi í ein­hverri net­kosn­ingu að kvöldi til án þess að málið sé rætt eða farið yfir það með sam­starfs­fé­lög­um í rík­is­stjórn eru for­kostu­leg vinnu­brögð,“ seg­ir Páll Magnús­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. „Mér finnst þetta sýna mikið ábyrgðarleysi og skil ég ekki hvernig stjórn­mála­flokk­ur sem tek­ur af­drifa­rík­ar ákv­arðanir með þess­um hætti á að telj­ast mark­tæk­ur,“ seg­ir Páll.

Kostulegt að hlusta á forsætisráðherra í dag.

Það vantar gamla og gróna flokka til að stjórna landinu, (lesist Sjálfstæðisflokkurinn ) það er öruggt og tryggir stöðugleika.

Sjálfstæðisflokknum tókst síðast að ljúka heilu kjörtímabil á árunum 2003 - 2007.

Rúmlega áratugur síðan það gerðist síðast.

Sér er nú hver stöðugleikinn og öryggið.

Og nú eru Bjarni og dómsmálaráðherrann orðnar heitu kartöflurnar í stjórnmálum á Íslandi.

Enginn vill sjá það að starfa með þeim.

BB var furðu borubrattur miðað við þá þröngu stöðu.

Það verður snúið fyrir stóra, gamla, öruggga flokkinn að fara í samstarf við aðra með BB sem formann.

Líklega komast Sjálfstæðismenn að því fyrir næsta landsfund, þá verður skipt því ekki gengur það að valdaflokkurinn sé í frosti vegna formanns síns.

Sennilega er hann ekki búinn að fatta það.


mbl.is Forkostuleg viðbrögð að slíta samstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómgreindarskortur forsætis og dómsmálaráðherra drap ríkisstjórnina.

Stjórn Bjartr­ar framtíðar hef­ur ákveðið að slíta sam­starfi við rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar. Ástæða slit­anna er al­var­leg­ur trúnaðarbrest­ur inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Ríkisstjórn Íslands undir forsæti Bjarna Ben og Sjálfstæðisflokksins var á brauðfótum frá stofnun.

Í reynd var það bara tímaspursmál hvenær og af hverju hún félli.

Nú er hún fallinn og ástæðan er leyndarhyggja Sjálfstæðisflokksins og dómgreindarskortur forsætisráðherra og sérstaklega dómsmálaráðherra.

Dómsmálaráðherra er meira svo dómgreindarskert í þessu máli að í morgun hefur hún ásakað BF um dómgreindarskort og ábyrðarleysi.

Sér er það nú skilningurinn er að hitt þá heldur.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stjórntækur, formaður Sjálfstæðisflokksin mun örugglega segja af sér formannembætti

Nú bíðum við öll.

Hver verður framvindan?


mbl.is Slíta samstarfi við ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. september 2017

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 812345

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband