Skolpmengun og fjölmiðlar.

Vetrardagar 2012-6230Mörg ár gæti tekið að laga fráveitukerfi Akureyringa svo mengun af völdum saurgerla haldist innan viðmiðunarmarka í sjó við strendur bæjarins. Nýleg sýnataka heilbrigðiseftirlitsins sýndi of háan styrk saurkólígerla og er það í þriðja sinn sem styrkurinn er yfir viðmiðunarmörkum.

 

 Þessi frétt um fráveitumál við Eyjafjörð birtist fyrir tveimur árum á Visir.is.

Síðan þá hefur lítið gerst í þeim málum á Akureyri og við Eyjafjörð. Norðurorka tók við þessum málaflokki af sveitarfélaginu og vonir voru bundnar við að það setti málin af stað.

Í mjög stuttu máli, ekkert tilboð barst í byggingu fráveitustöðvar í Sandgerðisbót og ákveðið að slá málið af þar til þensla minkaði á byggingamarkaði og kannski von til að fá einhverja til að byggja.

Því miður eru litlar líkur til að það gerist næstu misseri eða ár. Fráveitumál á svæðinu munu því enn vera langt frá því ásættanleg.

Ég fór að hugleiða þessa stöðu þegar allt fór á annan endan í fjölmiðlum vegna bilunar í fráveitustöðinni við Faxaskjól. Slæmt mál að sjálfsögðu og mælingar sýndu allt að því 8.000 saurkóligerla í hverjum 100 ml af sjó.

Fulltrúi heilbrigðiseftirlits lét þess getið að magn þeirra í Tjörninni í Reykjavík væri enn hærra en engin fjölmiðill sýndi því áhuga.

Þeir voru fastir í Faxaskjólinu.

Enginn fjölmiðill hefur reynt að rýna þessi mál á landsbyggðinni þar sem ástandið er víðast þannig að engin hreinsun á sér stað.

Hér við Eyjafjörð hafa þessi sýni farið upp í tæplega 80.000 á hverja 100 ml af sjó sem er 100 x það sem mældist við höfðuðborgina. Slæmt en enn verra er ástandið hjá okkur sem þurfum að þola þessa stöðu allan ársins hring, misjafnlega mikið eftir árstíðum. Í Reykjavík er þetta tímabundið ástand á afmörkuðu svæði en við Eyjafjörð er þetta viðvarandi ástand. Sama má segja um flesta aðra staði, sem dæmi mætti nefna Selfoss.

Stundum furðar maður sig á áherslum og þröngsýni fjölmiðla þegar þeir komast í HASAR mál, væri frábært ef þeir víkkuðu út þessa umræðu og tækju landið fyrir.

En það er ekki HASARMÁL, þess vegna hafa þeir engan áhuga.

 


Bloggfærslur 9. júlí 2017

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 83
  • Frá upphafi: 818036

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband