Skítamórall í Sjálfstæðisbænum ?

2017 ármannSýni sem tekin voru í Kópavogi á móts við Nauthólsvík og Reykjavíkurflugvöll í maí sýna mikla saurmengun. Ekki er þó talið að mengunin tengist biluninni í skólpdælustöðinni í Reykjavík.

Ljótt ef satt er.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur eytt nótt og degi í að upplýsa landsmenn um að saurgerlamengun við Faxaskjól sé borgarstjóranum í Reykjavík að kenna.

Auðvitað er það ekki þannig og bilun sem veldur þessu verður lagfærð og þá verður Reykjavík á ný sá staður landins þar sem þessi mál eru í bestu lagi.

Þar eru einu alvöru skolphreinsunarstöðvar landsins.

Nú er uppi sami sami vandi uppi í Kópavogi.

Sannarlega ekki borgarstjóranum í Reykjavík að kenna en þá er spurning hvort Sjálfstæðisflokkurinn dregur bæjarstjóra flokksins í Kópavogi til ábyrgðar.

Það gerir hann ef menn ætla að gæta jafnræðis.

Sjáum hvað setur.


Sjálfstæðisflokkurinn hækkar skatta í djöfulmóð.

2017 skattarSamgönguráðherra skoðar hvort hefja eigi gjaldtöku á öllum samgönguleiðum út frá höfuðborgasvæðinu vegna brýnna vegaframkvæmda sem kosti hundrað milljarða. Með gjaldtöku megi fara í tugmilljarða framkvæmdir í vegakerfinu árlega næstu árin. Náist samstaða á þingi verði hægt að hefja framkvæmdir strax á næsta ári.

 

 

Einu sinni barðist Sjálfstæðisflokkurinn gegn meintri ofursköttun vinstri flokkanna.

Það er löngu liðin tíð og forustumenn Sjálfstæðisflokksins leita allra leiða til að seilast ofan í vasa almennings og fyrirtækja.

Þeir eru í reynd orðnir ofurskattaflokkur Íslands og enn skal haldið áfram.

Allir muna hækkun flokksins á matarskattinum, skattlagning sem lagðist af fullum þunga á heimilin þrátt fyrir kattarþvott flokksins þar sem vístað var í lækkanir á vörum sem hver og einn kaupir tvisvar til þrisvar á lífleiðinni. Nei, þetta var brútal skattahækkun.

Hækkun á virðisaukaskatti í ferðaþjónustu er fyrirhuguð eins og öllum er kunnug.

Nú er nýjasta skattaútspil Sjálfstæðisflokksins.

Veggjöld á vegi að og frá höfuðborgarsvæðinu, þar ætlar samgönguráðherra að ná í milljarðatugum úr vösum landsmanna, sérstaklega höfuðborgarbúa til að fjármagna vegagerð næstu ára.

Flestum finnst nú nóg um skattlagningu á umferð, himinhá gjöld á eldneyti svo ekki sé talað um hið tímabundna gjald á ökutæki sem nú hefur verið í yfir 20 ár.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf þóst vera á móti sköttum og fara ekki í gegnum neina kosningabaráttu án þess að minna á það. Myndin að ofan er einmitt frá slíku frá 2013 þegar ungir Sjálfstæðismenn voru að minna á hvað flokkurinn væri frábær í skattalækkunum.

Sjálfstæðisflokkurinn siglir oftast undir fölsku flaggi.

Það á svo sannarlega við í skattamálum.


Bloggfærslur 14. júlí 2017

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband