Mývatn - mengun. Ábyrgð Alþingis og ráðuneyta.

2016 0000 litaferð-4689

Ekki er raunhæft að ætla að frárennslismál við Mývatn verði komin í viðunandi horf fyrr en eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir sérfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu, sem vann að skýrslu fyrir umhverfisráðuneytið. Niðurstöður hennar voru kynntar á Samorkuþingi á Akureyri.

  Ekki fer á milli mála í mínum huga að ríkisvaldið verður að koma að uppbyggingu fráveitukerfa í Mývatnssveit. Því miður hefur mikill tími tapast vegna hægagangs og áhugaleysis ráðuneytis og Alþingis.

Í framhaldi af lögum sem sett voru um verndun Mývatns hefði verið eðlilegt að Alþingi sem setur slík lög með gríðarlega íþyngjandi álögum á lítið sveitarfélag hefðu haldið málinu áfram og unnið tillögur að úrbótum í framhaldi af því

En það gerðist ekki. Eins og oft áður á Íslandi setur löggjafinn lög og síðan er eftirfylgni ráðuneyta og stofnana ríkisins engin. Þannig var það með lög um verndun Mývatns, ekkert gert í framhaldi af því.

En nú virðist sem eitthvað sé að rofa til. Heilbrigðisnefnd svæðisins hefur margoft bókað og reynt að þoka málum, án árangurs. Núna virðist sem stofnunum ríkisins sé að verða ljós alvarleiki málsins.

Umhverfisráðherra virðist að hluta til skilja málið og fjármálaráðherrann er þingmaður kjödæmisins sem kannski tryggir meiri athygli hans en annars. Hver veit.

Nú eiga þingmenn og ráðherrar að hætta að tala og fara að taka ákvarðanir.

Sveitarfélagið verður að fá fjárhagslegan stuðning við þessa uppbyggingu. Lágmark að sjá 500-700 milljónir til verksins.

Mér er ekki kunnugt að þess sjáist merki í fjármálaáætlun til fimm ára en væntalega eru það mistök ef svo er ekki.

Enn tími til að bæta þar úr.

Dauðyflisháttur er ekki í boði lengur.

Nú verða heilbrigðisyfirvöld að sjá að eitthvað eigi að gera, annars neyðast þau til að grípa til aðgerða í samræmi við lög og reglur um mengunarvarnir.


Bloggfærslur 7. maí 2017

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband