Skítalykt af málinu.

Við þurf­um að skapa hér traust. Við ger­um það ekki með þeim hætti sem gert hef­ur verið varðandi söl­una á Ari­on banka. Gegn­sæi og traust eru núm­er eitt, tvö og þrjú. Við þurf­um að vita hverj­ir eru eig­end­ur þess­ara banka. Þetta er al­gjör­lega óviðun­andi í mín­um huga.“

____________

Forsætisráðherra Bjarni Benediktsson fagnar sölu á hlut í Arionbanka til vafasamra fjárfesta.

Einn þeirra sektaður um milljarða vegna mútugreiðslna.

Annar settur í rusflokk daginn eftir kaupin.

Ekki undarlegt að BB fagni, viðskipti í anda þess sem hann þekkir svo vel.

Það er skítalykt af þessu máli og viðskiptamenn bankans virðst vera á því, mikill fjöldi þeirra eru að leita annað með sín viðskipti samkvæmt upplýsingum sem hafa verið að birtast í fjölmiðlum.

Eitt er alveg ljóst, þessi gjörningur er ekki til þess fallinn að auka traust á bönkum í hugum landsmanna en eins og allir vita hefur það haft þessar stofnanir í ruslflokki um árabil.

Sorglegt hvað margt er vafasamt í þessum málaflokki hér á landi.


mbl.is „Ég er ekki stolt af þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilningssljóir þingmenn úti á þekju.

Hún seg­ir það ekki hafa komið sér á óvart hversu miklu fleiri and­stæðing­ar frum­varps­ins hafa sent inn um­sagn­ir en stuðnings­menn þess. „Ég held að óánægðir sendi frek­ar inn um­sagn­ir en þeir sem eru ánægðir. Það er yf­ir­leitt þannig þannig að þetta kom mér ekk­ert á óvart.“

Ef það væri vottur af skynsemi í þeim þingmönnum sem lögðu fram þetta óheillafrumvarp þá mundu þeir draga það til baka.

Nánast allir sem veitt hafa umsögn eru á móti, lýðheilsufrömuðir og heilbrigðisstarfsmenn hafa með rökum sýnt fram á skaðsemi þess að veita auðveldara aðgengi að áfengi.

En sumir berja bara hausnum við steininn og virðast alls ekki skilja málið.

Það er fullkominn sóun á tíma löggjafarsamkundunnar að halda þessu til steitu.

Ef það er ekki hægt að koma vitinu fyrir þessa fáu þingmenn sem lögðu þetta fram væri ráð að setja þetta í atkvæðagreiðslu strax og fella það.

En kannski þurfa ríkisstjórnarflokkarnir á þessu að halda, slík er málafátæktin og verkefnaleysið á þingi þessi misserin.


mbl.is Opin fyrir því að laga frumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. mars 2017

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband