Sjálfstæðisflokkurinn boðar ofurskattlagningu - þjófnað.

Það er ósanngjarnt gagnvart íbúum á suðvesturhorni landsins að rukka þá sérstaklega fyrir að keyra út úr Reykjavík. Þetta segir formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Samgönguráðherra vill taka upp gjald af ökumönnum sem keyra frá höfuðborgarsvæðinu.

__________________

Nýr samgönguráðherra boðar ofurskattlagningu á höfuðborgarbúa og þá sem eiga þar leið um.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur því opinberað sig sem ofurskattlangingarflokk sem ætlar að beina þeirri skattlagningu sérstaklega að höfuðborgarbúum.

Hvort samstarfsflokkar hans í ríkisstjórn taka undir þær hugmyndir, báðir örflokkarnir sem eru í hækjuhlutverki á þeim bænum, eru höfuðborgarflokkar og mega ekki við meiri flótta kjósenda sem þegar er búinn að koma þeim niður undir 5% markið með tilheyrandi falli af Alþingi.

Ef að líkum lætur eru þessar tillögur líklegar til að auka enn á misklíð í ríkisstjórninni og þeim flokkum sem að henni standa.

Það sér það hver maður að þar er grunnt á því góða í ýmsum málum.

Þessar hugmyndir ráðherrans eru í reynd galnar og það sér það hver maður að skattleggja vegfarendur á vegum sem þeir hafa þegar greitt með sköttunum sínum eru hreinn þjófnaður.

Það er þjófur í paradís samgönguráðuneytisins.

Sennilega kemst hann ekki upp með þessar hugmyndir.


Bloggfærslur 11. febrúar 2017

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband