Ögurstund VG

c_netlogga_vgÞað skýrist á næstu tveimur sólarhringum hvort ný ríkisstjórn getur tekið við um komandi helgi. Farið er að sjá fyrir endann á gerð stjórnarsáttmála en enn á eftir að útkljá nokkur stór mál. Formaður Framsóknarflokksins segir vinnuna ganga vel og það skýrist í dag eða á morgun hvenær stofnanir flokkanna verði kallaðar saman til að staðfesta stjórnarsáttmála.

Líður að ögurstundu í sögu VG.

Eini óumdeildi vinstri flokkurinn gæti leitt til valda enn á ný þá flokka sem kenndir eru við spillingu og fyrirgreiðslu.

Til skemmri tíma gæti þetta keyrt VG niður í fylgi og leitt til trúnaðarbrests milli flokksins og kjósenda hans.

Það er erfitt fyrir flokka, eins og hefur glögglega sést á öðrum flokkum á árunum frá hruni.

Fylgi VG er normal 10% plús - mínus.

Staða flokksins hefur verið ofar meðaltali nokkurn tíma en líklega breytist það snarlega.

Kannski mun þessi hugsanlegi stjórnarsáttmáli líta fallega út, þó það nú væri.  Það þarf að koma honum í gegnum stofnanir flokkanna.

Sú hugsun mun leita á flokksapparat VG hvort hægt sé að treysta Sjálfstæðisflokknum.

Það eru einmitt flokksmenn þeirra sem hafa verið duglegastir við að draga trúverðugleika Sjálfstæðisflokksins í efa.

En blautlegir draumar sumra VG liða leiða þá áfram í miklum metnaði að fá að stjórna.

Svandís Svavarsdótir og Kolbeinn Proppé voru dugleg við að hella sér yfir þann flokk og formanns hans.

Svolítið hjákátlegt að sjá þau í þessum sporum nú.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf síðan að kyngja því að formaður þess sem þeir hafa gjarnan kallað komma skuli nú verkstýra BB og félögum.

Framsóknarflokkurinn er svolítið stikkfrí, kjósendur hans vilja bar að hann fái völd, skítt með hvernig.

Ögurstundin er hjá VG, hveitibrauðsdagar þess flokks eru liðnir.

Nú eru þeir bara eins og allir hinir, sekir um að koma valdasjúkum hagsmunaöflum Sjálfstæðisflokksins til valda.

Hver hefði trúað því.


Bloggfærslur 21. nóvember 2017

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 818039

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband