Mýtan um stóra sterka Sjálfstæðisflokkinn.

 

2017 xdEinu sinni var Sjálfstæðisflokkurinn stór og sterkur.

Yfir 40% fylgi í alþingiskosningum og yfir 60% í borginni var skylduverk hvers formanns. Þeir töpuðu gjarnan formannssætinu ef það tókst ekki.

En það er langt síðan flokkurinn mældist í þessum stærðum og þeir eru löngu hættir að reka formennina þó tölurnar séu varla helmingur af því sem áður var.

En mýtan um stóra sterka flokkinn sem varð að vera leiðandi í ríkisstjórn er lífseig.

Enn klifar núverandi formaður á að landinu verði ekki stjórnað nema Sjálfstæðisflokkurinn sé í leiðandi hlutverki.

En staðreyndin er.

Síðast náði flokkurinn að vera í ríkisstjórn heilt kjörtímabil á árunum 1995- 2007. Þá kvittaði Framsóknarflokkurinn glaðlega upp á alla þá einkavæðingu sem framkvæmd var á þeim árum. Þá gekk flokknum vel enda tókst honum með dyggri aðstoð Framsóknar að undirbyggja mesta hrun Íslandssögunnar. Staðreynd sem núverandi formaður talar lítið um enda fortíð.

Síðan þetta gleðitímabil flokksins endaði hefur hann þrisvar sinnum verið í ríkisstjórn og leitt hana í tveimur þeirra.

Allar þessar ríkisstjórnir sprungu með látum, 2009, 2016 og 2017.

Mýtan um stóra sterka Sjálfstæðisflokkinn er orðin æði rykfallin og fátt sem minnir á glæsta daga flokksins sem nú eru löngu liðnir.

Traust til þessa fyrrum valdaflokks er hrunið, framboðslistar hans eru þreytulegir með miðaldra kalla í efstu sætum, sumir hverjir orðnir æði þaulsetnir þrátt fyrir afleitan árangur síðustu ár.

Það er öllum ljóst að ef landsmenn vilja breytingar þá er Sjálfstæðisflokkurinn ekki valkostur.

Hangir á gamla Íslandi eins og hundur á roði, Íslandi þar sem hann og valdaættir ráða og ríkja.

Sjálfstæðisflokkurinn er mýta sem kjósendur vita að stenst ekki.

Kannski var þetta svona einu sinni en ekki lengur.

 


Bloggfærslur 9. október 2017

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband