Þöggun. Sjálfstæðis og Framsóknarflokkur ( SDG )

Utanríkisráðuneytið hefur nýtt sér þjónustu almannatengslafyrirtækisins Bursson-Marsteller undanfarnar tvær vikur við að leiðrétta rangfærslur sem fram hafa komið í erlendum miðlum. Nú síðast fréttaflutning sem snéri að falli ríkisstjórnarinnar og að hún væri í þráðbeinu samhengi við það að faðir forsætisráðherra hafi haft hönd í bagga með náðun barnaníðings. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis.

Framsóknar og Sjálfstæðismenn hafa alltaf reynt að þagga niður umræðu sem snýr að þeim sjálfum

Þetta hefur orðið meira áberandi eftir að netið opnaði fyrir almenna umfjöllun og stjórnmálaflokkar og stjórnmálaforingjar töpuðu áhrifum.

SDG fyrir forsætisráðherra er gott dæmi um stjórnmálamann sem gengur hart fram við að reyna að þagga niður í fjölmiðlum. Meira að segja hótar málsóknum gegn þeim fyrir það eitt að segja frá staðreyndum.

Nú virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé með fólk í vinnu erlendis við að reyna að þagga niður í erlendum fjölmiðlum eða reyna að hafa áhrif á fréttir þeirra og málatilbúnað.

Líkleg eru það skattgreiðendur sem greiða fyrir þessa þjónustu sem helst er notuð til að réttlæta gerðir eða breyta umfjöllun.

Sennilega hefur þetta verið svona alla tíð, bara meira áberandi núna.

Það gremst stjórnmálamönnum af eldgamla skólanum eins og BB og SDG sem eru vanir því að fá að stjórna umræðunni og búa til nýja atburðarás í ýmsum málum ef það hentaði

 


Spilling - spilling og aftur spilling.

Ný gögn sem Stund­in birt­ir í sam­starfi við The Guar­di­an og Reykja­vik Media sýna að Bjarni Bene­dikts­son, þáver­andi þingmaður og nú­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, seldi all­ar eign­ir sín­ar í Sjóði 9 hjá Glitni dag­ana fyr­ir banka­hrunið, eft­ir að hafa meðal ann­ars setið fund sem þingmaður um al­var­lega stöðu bank­ans.

Það eru vond tíðindi fyrir þjóðina að sjá að ráðamenn með innherjaupplýsingar hafi notað þær til að bjarga eigin skinni og ættingja sinna.

Engeyingar notuðu þær til að selja einhverjum milljarðaeign í sjóði sem er að fara á hausinn.

Þessi einhver sat uppi með sárt ennið.

Margir áttu um sárt að binda við fall Sjóðs 9, þar áttu þúsundir allt sitt sparifé og töpuðu því.

En núverandi forsætisráðherra bjargaði 50 milljónunum sínum og frændur hans enn meiru.

Kannski finnst Sjálfstæðismönnum í lagi að svona maður sé formaður flokksins, það er þeirra vandamál, en öllum öðrum er stórbrugðið.

Fjármálagjörningar þeirra fóstbræðra BB og SDG eru seint til fyrirmyndar og þeir báðir í framboði.

Það væri óhugsandi í öllum þróuðum löndum að svo væri með sambærilega stjórnmálamenn


mbl.is Seldi í Sjóði 9 dagana fyrir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. október 2017

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband