Sjálfstæðisflokkur á brauðfótum.

2017 xd„Ótrúlega holur hljómur í þessum málflutningi frá Katrínu Jakobsdóttur, sem sat í vinstri stjórninni, og þú spyrð: Hvers er að vænta frá vinstri stjórn? Og við áttum vinstri stjórn hér fyrir nokkrum árum síðan. Skapaði hún mikla sátt um Evrópusambandsferlið? Var það vel til þess fallið að sundra ekki þjóðinni, að leggja af stað í þann leiðangur?“ spurði Bjarni Benediktsson.

( BB um vinstri stjórnina 2009-13.)

Kjósum festu og öryggi, segir Sjálfstæðisflokkurinn.

Kjósum skattalækkanir, segir Sjálfstæðisflokkurinn.

Margt fleira mætti telja til.

Nokkuð ljóst þegar rýnt er í sögu síðustu 20 ára er Sjálfstæðisflokkurinn að ræða eitthvað allt annað en eigið skinn.

Festa og öryggi ?

Síðast myndaði Sjálfstæðisflokkurinn ríkisstjórn sem hélt heilt kjörtímabil árið 2003.

Það eru 14 ár síðan.

Allar ríkisstjórnir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið að síðan hafa lagt upp laupana fyrr, sumar löngu fyrr.

Seint mundi það kallast festa og öryggi.

Skattalækkanir Sjálfstæðisflokksins eru svo hitt málið sem þeir guma af.

Einhver glöggur gerði mynd sem sínir þá fullyrðingu ágætlega.

 

2017 sjallar

 

 

 

 

 

 

Sjálfstæðisflokkurinn er í reynd skattahækkunarflokkur. Lækkanir þeirra á sköttum snúast að sértækum breytingum fyrir valda hópa.

Sjálfstæðisflokkurinn var kannski flokkur festu og öryggis einu sinni.

Það er löngu liðin tíð, nú er hann hagsmunabandalag útvalinna stétta í atvinnulífinu og skjaldborg þeirra sem mest eiga í þjóðfélaginu.

Þeirra tíð er liðin að mestu, valdaflokkurinn sem einu sinni mældist með 40-50% fylgi í landsmálum og 65% í Reykjavík er horfinn. Í stað hans er Sjálfstæðisflokkurinn með fjórðungsfylgi á góðum degi og fer það jafnt og þétt lækkandi.

Fullyrðingar um festu og öryggi eru í besta falli fyndnar.

Hægri íhaldsflokkar í Evrópu eru gjarnan á þessu róli, gamla íhaldið með sín 40% er söguleg geymd.

Boðskapurinn nær enn til valinna hagsmunahópa en allur almenningur fellir sig ekki við þá vondu hægri stefnu sem flokkurinn stendur fyrir.

 

 

 


Akureyri og Hörgárbyggð þarf að tengja betur.

0 2017 00000 fyrsti vetrardagur-2614Seinni árin hefur færst mjög í vöxt að fólk vill hjóla og ganga. Hjólið er að verða samgöngutæki umfram það sem áður var margir vilja nota tvo jafnfljóta til að koma sér á milli staða.

Rétt norðan Akureyrar, reyndar bara nokkur hundruð metra frá Akureyri er vaxandi þéttbýli og nokkur fyrirtæki.

Tengingar þessara tveggja sveitarfélaga er þjóðvegur nr. 1 og ekkert annað.

Engir hjóla og göngustígar og leiðin meðfram þjóðvegi 1 er hættuleg og litlir möguleikar á að halda sig fjær en vera í vegöxlinni.

Ég trúi því að þessi tvö nágrannasveitarfélög hafi metnað til að taka á þessu vandamáli á markvissan hátt.

Það getur ekki kostað risaupphæðir að bæta úr þessu með öryggi íbúanna í huga.

Reyndar er ótrúlegt að ekkert skuli hafa verið hugað að þessu máli nýlega.

Gatnamótin inn á þjóðveg 1 við þéttbýlið í Hörgárbyggð er síðan sér kafli sem er hrein og bein dauðagildra. Engar merkingar, engar stýringar og hraðinn mikill á þjóðveginum.

Fyrir nokkuð löngu var stofnað til samráðshóps um framtíðartengingar Akureyrar og Högárbyggðar. Það var þegar ég var í skipulagsnefnd á árunum 2002 - 2010.

Það virðist hafa lognast útaf í tíð L-listans og ekki vaknað síðan.

Nú væri ráð að skella í framkvæmdir á þessu svæði og færa samgöngur milli þessara sveitarfélaga til nútímahorfs.


Bloggfærslur 22. október 2017

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband