Sjálfstæðisflokkur og VG falla - X-S á uppleið.

1710_vote_okt_3

 

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi, eða 19,9 prósent, samkvæmt nýrri könnnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina.

   (MMR könnun )

 

 

 

Verulegar breytingar mælast nú í könnun MMR.

Sjálfstæðisflokkurinn fellur niður fyrir 20% og VG er þar skammt undan.

Turnarnir tveir sem hafa lengi sést eru nú að verða þrír því X-S er komin í tæp 16%.

Viðreisn er inni, nýtur formannsskiptanna, en BF á enga möguleika að sjá.

Flokkur fólksins er enn á því róli eins og verið hefur að undanförnu, munu sennilega ekki ná inn manni.

Píratar síga upp eftir sig upp á síðkastið

Framsóknarflokkanir tveir með 19%

Stóru tíðindin í þessari könnun er afhroð Sjálfstæðisflokksins ( sem ætti kannski ekki að vera svo óvænt ) og að VG skuli nú hafa farið niður fyrir 20%.

En stærstu tíðindin eru að jafnaðarmenn eru að sækja í sig veðrið og ef þessi þróun helst þá er félagshyggjustjórn fá miðju til vinstri það sem kemur upp úr kjörkössunum.

En þetta er nú víst bara könnun þannig að ekki má slaka á eitt einasta andartak.

Jákvæð og málefnaleg kosningabarátta X-S er að skila sér í mælingum.

 

 

 

 

 


Hrikalegur álitshnekkir Íslands.

„Ég skora á ís­lensk stjórn­völd að stilla sig um að beita frek­ari höml­um á um­fjöll­un fjöl­miðla um þetta mál og aft­ur­kalla þær aðgerðir sem þegar hef­ur verið ráðist í.“ Þetta sagði Har­lem Dés­ir, full­trúi Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­un­ar Evr­ópu, ÖSE, á ráðstefnu í morg­un.

Heimskuleg ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík dregur dilk á eftir sér.

Álitshnekkir landsins er mikill, enda tíðkast árásir á fjölmiðla ekki nema í vondum einræðisríkjum.

Nú erum við óhjákvæmilega í dilk með Rússlandi Pútins, Tyrklandi Erdognans og álíka kumpánum.

Það er ekki hægt að sjá að þessi sýslumaður geti haldið áfram í sínu starfi eins og ekkert sé.

Nú þarf að taka fram fyrir hendurnar á honum, aflétta þessu strax, þá kannski endurheimtist eitthvað af áliti Íslands.

Reyndar erum við margdæmd af erlendum dómsstólum þegar kemur að framkvæmd í ýmsum mannréttindamálum þannig að þeim hjá ÖSE kemur þetta kannski ekki sérlega á óvart.


mbl.is Vill að stjórnvöld afturkalli lögbannið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. október 2017

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812348

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband