Metnaðarleysi bæjarstjórnar Akureyrar - afturför um áratugi.

 

 2016 000 laugardagur í ágúst-3530Um áramótin voru gerðar breytingar á stjórnsýslu Akureyrarbæjar sem hafa farið heldur hljótt.

Sumar þeirra eru hið besta mál en ein þeirra sérstaklega, er afturför um áratugi.

í fyrsta sinn í mannsaldur nánast er engin sérstök umhverfis-náttúruverndarnefnd á Akureyri, sveitarfélagi sem vill halda því fram að sé í forustu á landsvísu í þeim málaflokki. Í meirihlutasamkomulaginu var sérstaklega tekið fram að metnaður væri til að bærinn tæki forustu á landvísu með afgerandi hætti.

Hvað gera þá bæjarfulltrúar, leggja niður sérstaka umhverfisnefnd og gera umhverfismálin að hornkerlingu í mannvirkjaráði, málaflokki sem á fátt ef þá nokkuð sameiginlegt með umhverfismálum.

Mannval í þessa nýju mannvirkjanefnd sýnir okkur líka að fulltrúar þar hafa aldrei gert sig gildandi í umræðu um umhverfismálin á Akureyri.

Harðkjarna mannvirkjamenn, en lengi má manninn reyna og líklega látum við þau njóta vafans þar til kemur í ljós hvaða sinnu umhverfismálin fá í þessum bastarði sem þessi nefnd er.

Ég vil beina því til bæjarfulltrúa að þeir hugsi þessi mál upp á nýtt og sýni umhverfismálum meiri sóma og sinnu en gert er með þessari ógæfuákvörðun.

Ég nánast skammast mín fyrir hvernig þessum málum er fyrirkomið á Akureyri undir stjórn þeirra 11 bæjarfulltrúa sem þar sitja núna.

Ég gerði mitt besta að benda á þessi mistök en áhugi á að hlusta á mig var enginn, því miður.

 


Bloggfærslur 8. janúar 2017

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 818055

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband