Viðreisn hrynur - veik ríkisstjórn.

Þetta er veik staða fyrir stjórnina. Og hún fer versnandi ef marka má könnun MMR. Um það bil sem flokkarnir voru að ganga frá málum sín á milli mældist fylgi þeirra allra mun lægra en í kosningunum tveimur og hálfum mánuði fyrr. Samanlagt mælist fylgi þeirra nú aðeins 39,3 prósent, 7.4 prósentustigum minna en í kosningunum.

( Fréttatíminn.is )

MMR gerði könnun sem lauk áður en ríkisstjórnarmyndun var lokið.

Þar kemur þó fram að kjósendur eru að byrja að átta sig á hvað er að gerast.

Fylgi Viðreisnar dalar um þriðjung og þeir myndu tapa þremur þingmönnum af sjö.

Flest bendir til að þessi útvöxtur Sjálfstæðisflokksins verði ekki langlífur enda seldi Viðreisn hugsjónir sínar fyrir ráðherrastóla.

Björt framtíð dalar en heldur fjórum þingmönnum. Er nú orðinn minnsti flokkurinn.

Sjálfstæðisflokkurinn tapar nokkuð miklu og þremur þingmönnum. Vafalaust á flokkurinn formanni sínum að þakka fylgishrunið, traust hans mælist líklega í pilsnertölum hjá landsmönnum.

Fylgi stjórnarflokkanna hefur dalað um 10% á frá kosningum og þingmannatala þeirra væri tuttugu og sex væri kosið nú.

Nýja ríkisstjórnin er sem sagt kolfallin samkvæmt MMR.

Íslandsmet í fylgishruni á jafn skömmum tíma ?

Sennilega.

Flestum ber saman um að þessi ríkisstjórn verði varla langlíf enda hveitibrauðsdagarnir engir, bara blákaldur veruleikinn og svikin kosningaloforð.


mbl.is VG bætir verulega við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. janúar 2017

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband