Menntamálaráðherra leggur framhaldsskólakerfið í rúst.

„Þetta er í raun fá­rán­legt kerfi,“ seg­ir Már Vil­hjálms­son, rektor Mennta­skól­ans við Sund, en stjórn­end­ur skól­ans þurfa að skera niður í inn­rit­un­um um 37,5% frá því á síðasta ári. Þá voru 240 ný­nem­ar tekn­ir inn, en í ár verða þeir aðeins 150 þrátt fyr­ir að skól­inn hafi ný­lega verið stækkaður.

Núverandi menntamálaráðherra heldur áfram þar sem frá var horfið.

Fyrrum menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins lagði af stað í leiðangur. Leiðangur sem var á góðri leið með að rústa framhaldsskólakerfinu.

Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir að allir eldri nemendur gætu mætt til náms á jafnréttisgrundvelli.

Sjálfstæðisflokkurinn vildi stytta framhaldsskólann um eitt ár og nýta fjármunina til að styrkja kerfið. Það reyndist lygi og niðurskurðurinn hélt áfram.

Nú er nýr menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins mættur í fótspor þess gamla og niðurrifið heldur áfram.

Það er lítill sómi Sjálfstæðisflokksins og þessara svokölluðu menntamálaráðherra þeirra.

Niðurrif, niðurskurður, einkavæðing, svik og prettir.

Guð blessi Ísland.


mbl.is „Þetta er fáránlegt kerfi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt aðalskipulag Akureyrar - á réttri leið ?

2017 aðalskipulagstillagaÞað er orðið nokkuð langt síðan ég undirritaði nýtt aðalskipulag fyrir Akureyri sem formaður þáverandi skipulagsnefndar. Það var árið 2006 og því eru rúmlega 11 ár frá því það var gert. Að mínu mati hefði þurft að byrja fyrr á þessari endurskoðun en það er annað mál.

Hvert stefnir í þessu væntanlega skipulagi. Ótrúlega margt er þar enn sem samþykkt var 2006, m.a. nokkrir af þeim þéttingarreitum voru þar og ný 11 árum síðar eru þeir enn í nýjum tillögum. Þarna spilar inn eitt hrun eða svo sem drap allt í dróma eins og annarsstaðar á landinu.

Nokkrir nýjir reitir hafa bæst við og  eru skiptar skoðanir um þá eins og við er að búast. Þétting byggðar er alltaf viðkvæmt mál, sérstaklega fyrir þá sem næstir eru.

Ég hef verið að horfa á þessar tillögur og gerði ekki athugsemdir við drögin eins og boðið var, eftir auglýsingu. Geri það þegar endalegar tillögur líta dagsins ljós.

Nokkur atriði langar mig að nefna. Atriði sem ég er ekki sáttur við og fleira.

 

1. Kotárborgasvæðið á ekki að vera undir í þéttingu byggðar. Rökstyð það í formlegum athugsemdum þegar þar að kemur ef skipulagsnefndin hefur ekki kveikt á því. Versta tillagan í þeim drögum sem fyrir liggja.

 

2. Hefði viljað sjá reit milli Laufásgötu og Hjalteyrargötu skilgreindan sem nýtt íbúðasvæði.    Það er slæmt að rammskipulag fyrir Oddeyri skuli ekki vera lengra komið á þessu stigi.

 

3.  Iðnaðarsvæði við Glerá ofanverða ( Möl og sandur ) ætti að falla út.

 

4. Hef efasemdir um að skerða nýbyggingarsvæði við Naustahverfi, betra að taka það inn strax en þurfa að spyrða það við síðar ef þörfin kallar.

 

5. Óljóst hvaða hugsun liggur að baki lítillar viðbótar íbúðahverfa norðan Síðuhverfis úr því verið var að taka það inn.

 

6. Hugleiða stærð iðnaðarsvæðis í Glerárhverfi, er of nálægt Krossanesborgum að mínu mati.

 

7. Kirkjugarður í Naustaborgum er góð hugmynd að mínu mati, mætti þó draga úr umfangi svæðis sem skilgreint er í tillögum að aðalskipulagi.

 

8. Íþróttavöllur - Glerárgata. Deilur hafa staðið um að taka Glerárgötuna niður við Grænugötu. Tillagan er ekki nægilega afgerandi hvað það varðar og það vantar alla umræðu um þessi svæði í heild sinni. Miðbær - Glerárgata - íþróttavallarsvæði er slík samhangandi heild og öll umræða um þessi svæði og framtíðarskipulag er eftir. Það þýðir ekkert að setja fram óljósar hugmyndir fyrir þetta svæði án alvöru undangenginnar umræðu og stefnumörkunar. Ef þetta er sett fram sem hluti af breyttu aðalskipulagi með þessum hætti munu bæjarfulltrúar kasta því útaf borðinu. Þetta er ekki nægilega rætt og kynnt sem sérstök heilarhugmynd. Þess vegna er betra að láta aðalvöllinn eiga sig á þessu stigi og einbeita sér að Glerárgötulausnum.

 

Að lokum vil ég nefna þó það tengist ekki gerð þessa skipulags sem gildir til 2030, þá vildi ég sjá meiri umræðu um lengri framtíð þar sem pælingar um lífið eftir þetta skipulag verði tekið fyrir. 

Það hefur gengið mikið á byggingarhæft land innan bæjarmarkanna. Þrátt fyrir það er engin umræða um framtíðar-Akureyri. Þegar ég var í skipulagsnefnd var aðeins farið að ræða þessi mál í tengslum við gerð aðalskipulags í Hörgársveit. Það liggur fyrir að þegar land Akureyrar er að verða búið, og þéttingarsvæðin skipta ekki sköpum hvað það varðar.

Akureyri á nokkrar jarðir í Hörgársveit og enginn velkist í vafa um að framtíð Akureyrar verður með ströndinni til norðurs. Annað er ekki möguleiki.

Fátt líklegra en sveitarfélög við Eyjafjörð sameinist, kannski ekki á morgun eða næsta ári en örugglega í framtíðinni.

Það er alveg tímabært að byrja að ræða þessi mál, lausnir hvað þetta varðar er langhlaup en ekki hugdetta á síðustu stundu.

Þetta skrifar fyrrum fulltrúi í skipulagsnefnd í átta ár, frá 2002 - 2010, þar af formaður nefndarinnar 2006 - 2010.


Dónalegur þingmaður - afsökunarbeiðni á leiðinni ?

 

Nichole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndar Alþingis, viðurkennir að hafa beitt sér fyrir því að sett yrði stjórn yfir Landspítalann til að forstjóri spítalans hætti að kalla eftir auknum fjármunum til stofnunarinnar. Þetta kom fram í umræðum um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á Alþingi á ellefta tímanum í kvöld.

Betla pening !!

Er þetta vandamál með íslenska tungu eða kjánalegur dónaskapur ?

Væntanlega er afsökunarbeiðini á leiðinni frá þingmanninum til Landspítala.

Stundum velta menn því fyrir sér af hverju virðing Alþingis er í kjallarnum.

Hver sem ástæða þess eru svona ummæli til lítils sóma og enn verri þar sem um er að ræða formann nefndar.

Minnir mjög á ónefndan þingmann Framsóknar á síðasta kjörtímabili.

 

 


Menntamálaráðherra - methafinn í baktjaldamakki ?

Tveir þingmenn Norðausturkjördæmis ræddu stöðu Hússtjórnarskólans á Hallormsstað við upphaf þingfundar í morgun. Kallað var eftir svörum ráðherra um stöðu stutts starfsnáms á framhaldsskólastigi.

Nýr menntamálaráðherra er meistari baktjaldamakksins.

Saga hans sem stjórnmálamanns er lituð af því og alltaf kemur " allt honum á óvart, hefur ekki heyrt af því, stendur ekki til, ekki búið að ákveða neitt "

Undir hans stjórn í heilbrigðisráðuneytinu hefur verið laumað inn meiri einkvæðingu en en nokkru sinni fyrr.

„Á und­an­förn­um miss­er­um hef­ur kostnaðarþátt­taka sjúk­linga og einka­væðing í heil­brigðis­kerf­inu auk­ist stór­lega. Ein­hliða ákv­arðanir sjórn­valda hafa komið í bak lands­manna án umræðu um stefnu­breyt­ingu í mála­flokkn­um.

Nú er þessi stórleikari baktjaldamakksins mættur í menntamálaráðuneytið, og viti menn, sami leikurinn hafinn á bak við tjöldin.

Forystufólk allra stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi mótmælti harðlega við upphaf þingfundar fréttum af fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn þarf að lauma einhverju áfram er núverandi menntamálaráðherra settur í málið.

Svo ypptir hann bara öxlum og veit ekki neitt ef hann er spurður.

Meistari baktjaldamakks og reykfylltra bakherbergja.

Sennilega einn varasamasti ráðherra ríkisstjórnarinnar þrátt fyrir sakleysislegt yfirbragð og einlægt augnaráð.

Sérstaklega þægilegir dagar fyrir hann, tveir handónýtir smáflokkar í stjórn með honum þannig að þetta er algjörlega vandræðalaust ferli núna.

 


Fjármálaniðurskurðarráðherra formaður hollvina MR - er þetta brandari ?

Þar er Benedikt í framboði til formanns en átta hafa boðið sig fram sem meðstjórnendur, þar á meðal Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra og flokksfélagi Benedikts úr Viðreisn. Hrafnkell tilkynnti um framboð sitt við Hollvinafélagið síðastliðinn föstudag.

_______________

Fjármálaráðherra niðurskurðar til framhaldskólanna í framboði til formanns Hollvinafélags MR.

Satt að segja hélt ég að verið væri að fíflast í mér þegar ég heyrði þetta.

En þetta er víst staðreynd og nú hefur hneykslaður kandidat boðað mótframboð.

Ekki undarlegt

Að fjármálaráðherra sjái ekki fáránleika málsins er áhyggjuefni.

Auðvitað getur hann ekki verið í hollvinasamtökum stofnunar sem er fjársvelt meðal annars fyrir hans tilstilli.

Skárra væri það nú.


Sjálfstæðisflokkurinn er í dauðafæri.

Ef fresta á áformum um hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu er ljóst að fjármálaáætlun er vanfjármögnuð. Þetta segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í fjárlaganefnd. Hún segir galið ef meirihlutinn ætli að selja mannvirkin á Keflavíkurflugvelli líkt og lagt sé til.

Sjálfstæðisflokkurinn er í dauðafæri.

Aldrei áður hafa þeir náð að vera í samstarfi með jafn skoðana og prisiplausum flokkum í ríkisstjórn og nú.

Þeir eru í dauðafæri með ýmislegt.

Menntamálaráðherrann fær að einkavæða í skólakerfinu, hann er í góðri hugarfarslegri æfingu eftir fjögurra ára dvöl í heilbrigðisráðuneytinu.

Hugmyndir flokksins í einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu verða að veruleika m.a. vegna þessa að flokkurinn sem stýrir því ráðuneyti er viljalaust verkfæri frálshyggjuaflanna.

Það hefur sennilega verið greiðslan fyrir ráðherrastólinn.

Og er Sjálfstæðisflokkurinn farinn að velta fyrir sér í alvöru að selja Keflavíkurflugvöll - Leifsstöð til að fjármagna vegaumbætur í landinu.

Einkavæðingarhugmyndir af sverustu gerð í anda bæjarstjórans sem setti heillt sveitarfélag á hausinn um árið.

Sumir læra aldrei neitt.

Engin hætta er á að samstarfs-meðreiðarflokkarnir æmti eða skræmti, þeir bara beygja sig eins og vanalega.

Á meðan er Sjálfstæðisflokkurinn að slá út af borðinu ýmsar hugmyndir ráðherra samstarfsflokkanna.

Virðisaukaskattshugmyndir fjármálaráherrans eru á leiðinni á ís og launajafnréttisáætlanir félagsmálaráðherrans sömuleiðis.

Munu þeir mótmæla ?

Engin hætta á því.

Sjálfstæðisflokkurinn ræður öllu í þessari aumu ríkisstjórn. Björt framtíð og Viðreisn eru bara grínflokkar sem þeir taka ekkert mark á og fara sínu fram.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei á lýðveldistímanum verið öðru eins dauðafæri.

Þeir eru með hreinan meirihluta á þingi, meirihlutinn sem hefur skoðanir og áherslur er þeirra, hinir tveir eru bara þarna til að uppfylla vonir og væntingar frjálshyggjuafla Sjálfstæðisflokksins.

Og gera það með bros á vör, ráðherrastólarnir eru mjúkir.

 


Kvótagreifar fitna eins og púkinn á fjósbitanum.

„Þetta er gríðarlegt högg fyr­ir bæ­inn. Ég myndi áætla að þarna væru und­ir 150 störf ef tek­in eru með af­leiddu störf­in.“ Þetta seg­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness í sam­tali við mbl.is, í kjöl­far ákvörðunar HB Granda um að segja upp 86 starfs­mönn­um þar í bæ.

Hér kristallast allt það sem er vont við kvótakerfið og afleiðingar þess.

Gróðaöfl sölsa undir sig kvóta byggðanna með því mikla fjármagni sem þau ráða yfir.

Td er Grandi nú að greiða eigendum sínum tvo milljarða í arð.

Þetta höfum við séð áður, stór fyrirtæki kaupa önnur minni í dreifbýlinu og flytja síðan eftir geðþótta hingað og þangað, þar sem þeir geta hámarkað gróðann og glatt eigendur sínar.

Eftir sitja byggðalög, fjölskyldur og einstaklingar í sárum.

Gömul saga og ný og enn fitna þeir stærstu á kostnað hinna.

Kvótakerfið er óréttlátt og óhagkvæmt fyrir fólkið í landinu.

Fáir stórir fitna á kostnað þeirra smærri.

Hversu lengi ætlum við að viðhalda þessu óréttláta og ómanneskjulega kerfi ?

 


mbl.is „Gríðarlegt högg“ fyrir Akranes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannréttindabrot Íslands.

2017 fangelsiErla Hlynsdóttir blaðamaður segir blaðamannastéttina eiga undir högg að sækja og staðan sé alls ekki góð. Hún segir íslenska ríkið vera í raun orðið síbrotamaður á mannréttindabrotum og dómar Mannréttindadómstólsins séu ótrúlega vandræðalegir fyrir íslenska dómstóla.

_______________

Þjóðin er í áfalli.

Íslensk stjórnvöld dæmd fyrir stjórnarskárbrot.

Brot á pyntingalöggjöf og tjáningarfrelsi. Margdæmd fyrir brot á tjáningarfrelsinu, sjötti dómur í húsi.

Í hvernig landi búum við eiginlega ?

Nú bíður þjóðin eftir því að embættismenn, dómarar og lögregla stigi fram og biðji hlutaðeigandi og þjóðina afsökunar.

Mun það gerast ?


Þjóðvegur 1. Svínvetningabraut er framtíðin.

2016 000 suður um sveitir-3480Ástand malarvega í Húnavatnshreppi er algjörlega óviðunandi að mati Kvenfélags Svínavatnshrepps. Telur félagið að íbúum stafi hætta af þessu ástandi og hefur miklar áhyggjur af því hvað getur gerst ef fram heldur sem horfir.

 Fréttir af ástandi malarvega í Húnavatnssýslum vekja upp hugleiðingar um framtíð vegamála á þessu svæði.

Uppbygging og bundið slitlag á Svínvetningabraut væri auðvitað eins af stóru málunum hvað varðar hagkvæmara vegastæði fyrir Þjóðveg 1 um Húnavatnssýslur.

Alveg dauðafæri fyrir hagkvæmari lausn og þjóðhagslegan sparnað. Sú leið er verulega styttri og losar vegfarendur við slæman veðurkafla austan Blönduóss, sennilega einn af verri köflum hvað varðar vetrarveður á Þjóðvegi 1 fyrir norðan.

Hvað uppbygging og vegagerð á þessu svæði kostar, hef ég ekki hugmynd um, en tilfinningin er sú að þetta sé þjóðhagslega hagkvæmt. Jafnframt mundi það leysa vanda heimamanna sem kvarta undan slæmum vegum á þessum slóðum.

En af hverju er þetta ekki löngu komið á koppinn ?

Því hefur verið haldið fram að hreppapólitík ráði því að vegurinn verði að liggja um Blönduós. Heimamenn myndu missa spón úr aski sínum ef meginumferðin færi um Svínvetningabraut.

Veit ekki hvort þetta er rétt, veit ekki hvort þetta hefur verið rætt og skoðað hjá Vegagerðinni og veit ekki hvort þingmenn NV kjördæmis mundu leggjast gegn því að þessi hagkvæma lausn væri skoðuð.

Í dag fer ég helst ekki aðra leið en malarvegina með Svínavatni.

Þó þetta sé holótt og hlykkjótt finnst mér ég græða á því, fljótari og leiðin falleg.

Það er aðeins um háveturinn sem ég vel að fara um Blönduós. Kannski þarf ég þessi ekki en tilfinningin er að það sé öruggra hvað varðar færð og þjónustu.

En til framtíðar litið finnst mér ekki spurning að þessi leið verði gerð að Þjóðvegi 1 með þeim vegabótum og lagfæringum sem þarf til.

Það er þjóðhagslega hagkvæmt - held ég.

Hvort það er rétt hjá mér að kalla þetta Svínvetningabraut er svo annað mál. Það var nafnið sem notað var um þessa leið þegar ég var að læra á landið fyrir margt löngu.


Mývatn - mengun. Ábyrgð Alþingis og ráðuneyta.

2016 0000 litaferð-4689

Ekki er raunhæft að ætla að frárennslismál við Mývatn verði komin í viðunandi horf fyrr en eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir sérfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu, sem vann að skýrslu fyrir umhverfisráðuneytið. Niðurstöður hennar voru kynntar á Samorkuþingi á Akureyri.

  Ekki fer á milli mála í mínum huga að ríkisvaldið verður að koma að uppbyggingu fráveitukerfa í Mývatnssveit. Því miður hefur mikill tími tapast vegna hægagangs og áhugaleysis ráðuneytis og Alþingis.

Í framhaldi af lögum sem sett voru um verndun Mývatns hefði verið eðlilegt að Alþingi sem setur slík lög með gríðarlega íþyngjandi álögum á lítið sveitarfélag hefðu haldið málinu áfram og unnið tillögur að úrbótum í framhaldi af því

En það gerðist ekki. Eins og oft áður á Íslandi setur löggjafinn lög og síðan er eftirfylgni ráðuneyta og stofnana ríkisins engin. Þannig var það með lög um verndun Mývatns, ekkert gert í framhaldi af því.

En nú virðist sem eitthvað sé að rofa til. Heilbrigðisnefnd svæðisins hefur margoft bókað og reynt að þoka málum, án árangurs. Núna virðist sem stofnunum ríkisins sé að verða ljós alvarleiki málsins.

Umhverfisráðherra virðist að hluta til skilja málið og fjármálaráðherrann er þingmaður kjödæmisins sem kannski tryggir meiri athygli hans en annars. Hver veit.

Nú eiga þingmenn og ráðherrar að hætta að tala og fara að taka ákvarðanir.

Sveitarfélagið verður að fá fjárhagslegan stuðning við þessa uppbyggingu. Lágmark að sjá 500-700 milljónir til verksins.

Mér er ekki kunnugt að þess sjáist merki í fjármálaáætlun til fimm ára en væntalega eru það mistök ef svo er ekki.

Enn tími til að bæta þar úr.

Dauðyflisháttur er ekki í boði lengur.

Nú verða heilbrigðisyfirvöld að sjá að eitthvað eigi að gera, annars neyðast þau til að grípa til aðgerða í samræmi við lög og reglur um mengunarvarnir.


Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2017
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 818038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband