Stórsvindlarar með pólitískan velvilja og fyrirgreiðslu.

„Það var blekk­ing­ar­leik­ur í gangi um eign­ar­hald þegar kom að sölu rík­is­ins á eign­um sín­um í fjár­mála­fyr­ir­tæki,“ sagði Jón Þór að lokn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is vegna skýrsl­unn­ar.

Það lá rosalega mikið á að koma Búnaðarbanka og Landsbanka í hendur pólitískra vildarvina í byrjun aldarinnar.

Skollaeyrum var skellt við viðvörunum um að allt væri kannski ekki eins og sýndist á þeim tíma.

Davíð Oddsson og félagar höfðu þegar veikt öll eftirlitskerfi, ekkert átti að þvælast fyrir.

Þeir stórsvindlarar og svikahrappar sem nú eru opinberaðir enn á nú voru sérstakir gæludrengir stjórnmálamannana í þá verandi stjórnarflokkum.

Þeir átu úr lófum fjármálamannanna og þeir fengu allt sem þeir vildu á silfurfati.

Þeir gáfu þeim skotleyfi á eignir þjóðarinnar sem situr eftir svikin og sár.

Auðvitað bera þeir líka ábyrgð á svikunum, hvort sem þeir vissu eitthvað eða ekki.

Kannski er jafn ámælisvert að vita ekkert í sinn haus, það á bæði við um stjórnmálamennina og þá sem eftir standa af S hópnum og vissu ekkert. Trúi því hver sem vill, þannig er staðan núna.

Þá er það Landsbankinn, ekki var ormagryfjan sem þar opinberaðist síðar minni eða huggulegri.

Hvernig væri að kryfja þá sölu til mergjar, þó ekki af HHG.


mbl.is Kanna verklag ráðherra vegna sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmenn í þjónustu útgerðanna ?

„Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að gjöld á atvinnuveginn umfram aðrar útflutningsgreinar eru íþyngjandi, gjöld sem leggjast sérstaklega þungt á lítil og meðalstór fiskvinnslufyrirtæki á landsbyggðinni. Ef það er raunverulegur vilji til þess að treysta atvinnuskilyrði, auka starfsöryggi starfsfólks og auka byggðafestu hlýtur lækkun þeirra að vera einn valkostur sem er í stöðunni,“ sagði Teitur Björn á Alþingi í dag.

_____________

Maður verður orðlaus.

Enn leggja Sjálfstæðisþingmenn til lækkun veiðigjalda og þar með tekjur þjóðarinnar af auðlindinni.

Hversu lágt geta þingmenn Sjálfstæðisflokksins lagst í þjónkun sinni við útgerðina.

Þeim er slétt sama um tekjur ríkissjóðs, þeim finnst þeim tekjum betur borgið í vasa auðmannanna.

Sorglegt lið.

Ekki undarlegt að sameiginlegar eignir þjóðarinnar séu nánast gjaldþrota, Sjálfstæðisflokkurinn beinir tekum í síkauknum mæli til þeirra ríku og eykur misskiptingu í þjóðfélaginu.

Það er þeirra stefna og 30% kjósenda virðast skrifa upp á þá stefnu.


Flokkur sem hvarf á 80 dögum.

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir að vissulega hafi verið ákveðin þróun á fylgi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem mynda ríkisstjórnina ásamt Sjálfstæðisflokknum. Hún segir að ein af ástæðum þess að flokkarnir tveir hafi komið illa út úr síðustu skoðanakönnunum, ólíkt Sjálfstæðisflokknum, sé að stjórnarandstaðan hafi verið samstíga í því að koma góðu verkum stjórnarinnar yfir á Sjálfstæðisflokkinn en dregið úr verkum hinna.

______________

Frægt verk og bíómynd hét " Umhverfis jörðina á 80 dögum "

Nú væri hægt að skrifa nýtt verk sem bæri titilinn " Flokkurinn sem hvarf á 80 dögum "

Viðreisn fékk 10.5% í kosningum, mælist nú með 3 %. Það er nokkuð mikið fall á 80 dögum, slatti á dag.

Þingflokksformaðurinn áttar sig greinilega ekki á ástæðum þess.

Flokkurinn var stofnaður til að greina sig frá Sjálfstæðisflokknum og hafði aðrar áherslur.

Niðurstaðan varð, Viðreisn gleypti allar áherslur stóra bróður og kastaði sínum.

Kjósendur á hægri vængnum þurfa ekki tvo flokka sem eru alveg eins, þess vegna fara þeir bara heim í Valhöll eða annað.

Jafnaðarmenn sem kusu Viðreisn af því þeim fannst hann líkjast gamla Alþýðuflokknum eru væntalega að hugsa sinn gang. Varla setja þeir atkvæði sitt aftur á flokk sem er alveg eins og Sjálfstæðisflokkurinn.

Líklega er Viðreisn einnota stjórnmálaafl, ætlað til að halda Sjálfstæðisflokknum við völd, en kjósendur láta varla plata sig tvisvar.

Það segja kannanir.

 


Grútspældur - af hverju ?

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn hafi ekki náð að vera nægilega sýnileg með þau stefnumál sem flokkurinn vinnur að í ríkisstjórn. Viðreisn hrapar í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar tvö og Bylgjunnar sem birt var í morgun.

__________

Formaður Viðreisnar grútspældur.

Hann greinilega áttar sig ekki á hversu alvarlegt það er fyrir stjórnmálaflokk að selja öll sín helstu stefnumál fyrir ráðherrastóla.

Kjósendur flokksins ætluðust til að hann gerði eitthvað annað.

En Engeyjar-Bensi ákvað að selja sálu flokksins fyrir sæti í stjórn hjá frænda.

Auðvitað fara kjósendur flokksins annað, skárra væri það nú.

Björt framtíð fær sömu útreið og báðir þessir flokkkar eru dottnir af þingi samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2.

11 þingmenn stjórnarinnar eru þar með farnir af þingi og stjórnin kolfallin, á mettíma.

Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart þó svona mælist, þessir flokkar hafa horfið inn í Sjálfstæðisflokkinn og skera sig að engu frá honum.

Auðvitað fara kjósendur annað sem sviknir eru svona afgerandi.


Stjórnarliðar og stóru málin.

Ég neita því ekki að ég öf­unda stund­um þá þing­menn sem geta sest við hliðina á sín­um sam­flokks­mönn­um og deilt upp­lýs­ing­um hratt og fljótt á milli sín,“ seg­ir Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisn­ar, við störf þings­ins á Alþingi í dag.

Stjórnarliðar eru að garfa í stóru málnum.

Sjálfstæðisdrengir og nokkrir aðrir vilja brennivínið í almennar búðir. Afar mikilvægt mál í þeirra augum.

Viðreisarþingmenn vilja önnur sæti, ekki er það nú minna mál og mikilvægt.

Björt framtíð er einhversstaðar, ekki alveg vitað hvar.

En hvernig ætli þetta sé með stóru mál ríkisstjórnarinnar.

Ekkert bólar á þeim og á meðan dunda stjórarþingmenn sér við helstu persónulegu hugðarefni.

Ekki undarlegt að traust á þingi og þingmönnum sé rúmur pilsner í mælingum.


mbl.is Pawel vill nýja sessunauta á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skítalykt af málinu.

Við þurf­um að skapa hér traust. Við ger­um það ekki með þeim hætti sem gert hef­ur verið varðandi söl­una á Ari­on banka. Gegn­sæi og traust eru núm­er eitt, tvö og þrjú. Við þurf­um að vita hverj­ir eru eig­end­ur þess­ara banka. Þetta er al­gjör­lega óviðun­andi í mín­um huga.“

____________

Forsætisráðherra Bjarni Benediktsson fagnar sölu á hlut í Arionbanka til vafasamra fjárfesta.

Einn þeirra sektaður um milljarða vegna mútugreiðslna.

Annar settur í rusflokk daginn eftir kaupin.

Ekki undarlegt að BB fagni, viðskipti í anda þess sem hann þekkir svo vel.

Það er skítalykt af þessu máli og viðskiptamenn bankans virðst vera á því, mikill fjöldi þeirra eru að leita annað með sín viðskipti samkvæmt upplýsingum sem hafa verið að birtast í fjölmiðlum.

Eitt er alveg ljóst, þessi gjörningur er ekki til þess fallinn að auka traust á bönkum í hugum landsmanna en eins og allir vita hefur það haft þessar stofnanir í ruslflokki um árabil.

Sorglegt hvað margt er vafasamt í þessum málaflokki hér á landi.


mbl.is „Ég er ekki stolt af þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilningssljóir þingmenn úti á þekju.

Hún seg­ir það ekki hafa komið sér á óvart hversu miklu fleiri and­stæðing­ar frum­varps­ins hafa sent inn um­sagn­ir en stuðnings­menn þess. „Ég held að óánægðir sendi frek­ar inn um­sagn­ir en þeir sem eru ánægðir. Það er yf­ir­leitt þannig þannig að þetta kom mér ekk­ert á óvart.“

Ef það væri vottur af skynsemi í þeim þingmönnum sem lögðu fram þetta óheillafrumvarp þá mundu þeir draga það til baka.

Nánast allir sem veitt hafa umsögn eru á móti, lýðheilsufrömuðir og heilbrigðisstarfsmenn hafa með rökum sýnt fram á skaðsemi þess að veita auðveldara aðgengi að áfengi.

En sumir berja bara hausnum við steininn og virðast alls ekki skilja málið.

Það er fullkominn sóun á tíma löggjafarsamkundunnar að halda þessu til steitu.

Ef það er ekki hægt að koma vitinu fyrir þessa fáu þingmenn sem lögðu þetta fram væri ráð að setja þetta í atkvæðagreiðslu strax og fella það.

En kannski þurfa ríkisstjórnarflokkarnir á þessu að halda, slík er málafátæktin og verkefnaleysið á þingi þessi misserin.


mbl.is Opin fyrir því að laga frumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óboðlegar blekkingar á Alþingi.

Það kom flestum í opna skjöldu þegar upplýst var á dögunum að ekki væru til peningar til að ráðast í þær vegabætur sem Alþingi hafði áður samþykkt. Það var ekki gert ráð fyrir þeim í fjárlögum. Alþingi samþykkir að leggja veg, en ákveður svo nokkrum vikum síðar að veita ekki peningum í verkið. Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar þingsins, ræddi þetta á Morgunvaktinni á Rás 1. Hann viðurkennir að þessi vinnubrögð séu ekki í lagi.

____________

Viðurkennir að þetta sé ekki í lagi.

Kallar málið vandræðalegt.

Auðvitað var þetta ekki vandræðalegt

Þetta voru blekkingar og svik, ætluð til virðisauka í aðdraganda kosninga.

Í stað þess að kalla þetta vandræðalegt ættu þeir sem hlut eiga að máli að biðja þjóðina afsökunar á blekkinum og svikum.

Ekki undarlegt að virðing Alþingis sé þar sem hún er, í pilsnertölu.


Trúverðugleiki Hæstaréttar ?

„Að því leyt­inu er þetta sig­ur fyr­ir vandaða blaðamennsku og enn ein áminn­ing til Hæsta­rétt­ar um að fjöl­miðlar í lýðræðisþjóðfé­lagi eru að sinna sinni skyldu að koma upp­lýs­ing­um á fram­færi. Ég held að fimm slík­ar áminn­ing­ar ættu að vera skýr skila­boð til Hæsta­rétt­ar um að þeir þurfa að koma inn í nú­tím­ann,“ seg­ir Stein­grím­ur. En dóm­ur­inn í dag var sá fimmti sem Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn fell­ir um að Hæstirétt­ur Íslands hafi brotið gegn tján­ing­ar­frelsi ís­lenskra blaðamanna.

(mbl.is)

Hæstiréttur hefur fengið rauða spjaldið fimm sinnum í málum er varða tjáningarfrelsið.

Það er með öllu óásættanlegt og vekur upp alvarlegar spurningar um hæfi dómara þar.

Það er mjög slæmt þegar Hæstiréttur landa verður ótrúverðugur og traust á honum fer niður. Það hlýtur að gerast í þessu tilfelli.

Það ber vott um ótrúlegan brotavilja réttarins að hann hafi nú fimmta sinn verið rekinn til baka með mál er varða tjáningarfrelsið.

Væri kannski ráð að einhverjir dómarar þarna taki pokann sinn.

Í þessu tiltekna máli snéri Hæstiréttur við dómi undirréttar sem gerir málið enn alvarlegra.

Kannski þeir láti sér segjast og dæmi ekki með þessum hætti í sjötta sinn.

Kannski bara !!


mbl.is Fimmta áminningin til Hæstaréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænjaxlar í ráðherrastólum.

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, var tekinn til bæna af stjórnarandstöðunni við upphaf þingfundar í dag vegna ummæla sem hann lét falla í útvarpsþætti á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að það hefði verið nánast siðlaust af síðasta þingi að samþykkja samgönguáætlun en í ljós hefur komið að níu milljarða vantar í áætlunin miðað við gildandi fjárlög. Og að þingið sem hefði samþykkt fjárlög þessa árs hefði verið stjórnlaust en ekki hafði verið mynduð ríkisstjórn á þeim tíma.

( ruv.is )

Merkilegt hvað nýju ráðherrarnir eru seinheppnir og illa að sér í stjórsýslu og leikreglum.

Samgönguráðherra kominn í einræðisgírinn og sker niður hægri vinstri án nokkurs samráðs við þingið.

Fjármálaráðherra er í svipuðum gír, skammar þingið fyrir að leggja til löngu tímabærar framkvæmdir.

Hefði nú kannski átt að vera kátur með þessar tillögur, man ekki betur en Viðreisn hafi lagt mikla áherslu á uppbyggingu innviða í kosningabaráttunni.

Sennilega var það bara kjaftæði eins og ESB umræðan hjá þeim.

En hvað sem því líður.

Það virðist vera óvenju hátt grænjaxlahlutfalli í ráðherragenginu í þessari ríkisstjórn, sem auðvitað háir ríkisstjórninni gríðarlega.


Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2017
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 818030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband