Mannvirkjaráð gengur erinda fyrirtækis gegn náttúru Akureyrar.

2017 rufBæjarfulltrúar á Akureyri tókust á nú síðdegis á bæjarstjórnarfundi, í umræðu um þyrluskíðamennsku í fólkvanginum Glerárdal. Fyrirtækið Bergmenn ehf. hefur sótt um leyfi fyrir því að fá að fljúga með fjallaskíðafólk inn í dalinn, sem var gerður að fólkvangi síðasta sumar.

 Á síðasta ári lagði bæjarstjórn Akureyrar niður sérstaka umhverfisnefnd og setti umhverfismálin inn í mannvirkjanefnd, málaflokks sem er víðsfjarri umhverfisumræðu eins og hægt er að hugsa sér.

Slíkt eru alvarleg mistök og nú sjáum við fyrstu afleiðingar þess.

Mannvirkjaráð ógildir ákvörðun gömlu umhverfisnefndarinnar og starfshóps um fólkvang á Glerárdal.

Þar var þyrluflugi yfir fólkvanginum hafnað.

Mannvirkjaráð með sínar óumhverfislegu áherslur leggur nú til að fyrirtæki í þyrluflugi verði leyft að stunda flug yfir svæðinu.

Að ráð á vegum bæjarins skulu ganga erinda fyrirtækis í ferðamannabissness á kostnað fólkvangs og náttúru Akureyrar er forkastanlegt og ekki til sóma.

Ég geri ráð fyrir að Umhverfisstofnum hafi vit fyrir mannvirkjaráði og hafi þessum sorglega gjörningi ráðsins.

 


Björt framtíð rúin öllu trausti.

2017 björt framtíð

 

 Það er vandséð hvernig Björt framtíð ætlar að tækla næstu vikur og mánuði í ríkisstjórn.

Forusta flokksins er rúin öllu trausti, 86% þeirra sem kusu flokkinn eru óánægð með flokkinn í ríkisstjórn.

Staðan hjá Viðreisn er heldur skárri ekki "nema" 61% kjósenda þeirra er óánægðir með flokkinn.

Reyndar er fylgi við þessa svokölluðu ríkisstjórn ótrúlega lágt, 75% kjósenda er óánægður með hana.

Margir eru nú farnir að spá þessari ríkisstjórn skammra lífdaga enda leynir sundrungin sér ekki þessar fáu vikur sem liðnar eru frá því hún var mynduð.

Fjórðung­ur lands­manna er ánægður með rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks­ins, Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar, sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar Gallups. Frétta­vef­ur Rík­is­út­varps­ins grein­ir frá þessu í dag.


mbl.is Fjórðungur sáttur við stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formaður atvinnuveganefndar þarf að kynna sér lög og reglur.

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir að fallast ekki á kröfur sjómanna um skattfrjálsa fæðispeninga. Formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir að deiluaðilar verði að axla ábyrgð og semja um helgina, annars sé hætta á lagasetningu. Hugsanlegt er að boðað verði til fundar í deilunni í kvöld.

__________

Páll Magnússon formaður atvinnuveganefndar var í Kastljósi áðan.

Það var sláandi að heyra hvað formaðurinn var lítið upplýstur um skattalög og reglur um dagpeninga og hvað er fæðisfé og hverjir fá það.

Vitnaði ítrekað að ríkisstarfsmenn væru á öllu fríu allaf bara af því þeir væru á dagpeningum, virtist aldrei átta sig á muninum á þeim og fæðisfé.

Dagpeningar og fæðisfé er ekki sami hlutur og gilda ólík lög.

Mín stétt og margar aðrar fá greitt fæðisfé eins og sjómenn, af þeim er greiddur fullur skattur enda fæðisfé hluti af launagreiðslum.

Dagpeningar eru tilfallandi greiðslur vegna ferðalaga, einnig má framvísa reikningum fyrir slíkum ferðum.

Ef fæðisfé sjómanna verður gert skattfrjálst mun það speglast yfir á allar slíkar greiðslur í landinu og þær eru í flestum kjarasamningum.

Formaðurinn þarf að vita eina grundvallarreglu.

Fæðisfé er skattskylt samkvæmt skattalögum enda hluti af launagreiðslum. ( ekki bara hjá sjómönnum )

Dagpeningar eru ekki skattskyldir enda ætlað að mæta tilfallandi kostnaði á ferðalögum.

Vonandi verður þetta skýrara í huga formannsins eftir umræðuna þessa dagana.

En auðvitað væri það góð kjarabót fyrir alla launamenn að fæðisfé væri gert skattfrjálst.

 


Ríkisstjórnarsáttmálinn í uppnámi.

Brynj­ar Ní­els­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, ætl­ar ekki að styðja fyr­ir­hugað frum­varp Þor­steins Víg­lunds­son­ar, fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra, um jafn­launa­vott­un. Óli Björn Kára­son, þingmaður flokks­ins, hef­ur einnig lýst yfir sömu af­stöðu og Sig­ríður And­er­sen, dóms­málaráðherra og þingmaður sama flokks, sagði í grein í árs­hátíðarblaði laga­nema við Há­skóla Íslands í síðustu viku að fyr­ir­liggj­andi gögn gæfu ekki til­efni til þess að full­yrða að kyn­bund­inn launamun væri á finna á vinnu­markaðinum.

____________________

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, margir hverjir ætla ekki að styðja frumvarp jafnréttismálaráðherra og þar með að gera ekkert með ríkisstjórnarsáttmálann.

Auðvitað eru það mikil svik við samstarfsflokkana, Viðreisn og Bjarta framtíð.

En auðvitað vita þessir þingmenn að þrátt fyrir það munu samstarfsflokkanir taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti.

Þeir munu hanga á því eins og hundar á roði.

Þeir eru mjúkir ráðherrastólanir og kannanir sýna að líklegast væri að tveir þriðju ríkisstjórnarflokkanna dyttu af þingi ef kosið verður á næstunni.

Þess vegna ætla þingmenn Sjálfstæðisflokksins að gera lítið úr samstarfsflokkunum og fara sínar eigin leiðir.

Í reynd er þessi ríkisstjórn fallin þegar stjórnarþingmenn ætla ekki að styðja frumvarp ráðherra.

Viðreisn og Björt framtíð munu hanga á þessu ríkisstjórnarsamstarfi sama hvað ólyfjan Sjálfstæðisflokkurinn byrlar þeim.

Sorglegt hlutverk að vera í stöðu áhrifalausu hækjunnar.


mbl.is Styður ekki jafnlaunavottun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitíski vindhaninn Jón Gunnarsson

 

 

                                              Fyrir nokkrum árum var boðuð gjaldtaka

2017 vegtollar á umferð í nágrenni Reykjavíkur. Mikil andstaða kom þegar fram og safnað var 41.000 undirskriftum og málið datt af dagsskrá.

Einn af helstu andstæðingum þessara hugmynda var Jón Gunnarsson alþingismaður.

Nú hefur nýr Jón Gunnarsson ráðherra boðað svipað og stefnir að peningaplokki af íbúum höfðuðborgarsvæðis og þeirra sem þar eiga leið um.

Auðvitað lendir þetta að mestu leiti á íbúum Reykjavíkur og nágrannasveitarfélanna þó ráðherrann reyni að blanda ferðamönnum í málið, ferðamönnum sem eiga leið þar um einu sinni, tvisvar og kannski þrisvar.

Auðvitað vita allir að það  bara til að drepa umræðunni á dreif að nefna það.

 

En nú hefur Jón Gunnarsson fyrrum aðþingismaður og nú ráðherra opinberað sig sem pólítískan vindahana sem snýr eins og vindurinn blæs.

                                              Nú blæs hann með hagsmunum ráðherrans.


Sjálfstæðisflokkurinn boðar ofurskattlagningu - þjófnað.

Það er ósanngjarnt gagnvart íbúum á suðvesturhorni landsins að rukka þá sérstaklega fyrir að keyra út úr Reykjavík. Þetta segir formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Samgönguráðherra vill taka upp gjald af ökumönnum sem keyra frá höfuðborgarsvæðinu.

__________________

Nýr samgönguráðherra boðar ofurskattlagningu á höfuðborgarbúa og þá sem eiga þar leið um.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur því opinberað sig sem ofurskattlangingarflokk sem ætlar að beina þeirri skattlagningu sérstaklega að höfuðborgarbúum.

Hvort samstarfsflokkar hans í ríkisstjórn taka undir þær hugmyndir, báðir örflokkarnir sem eru í hækjuhlutverki á þeim bænum, eru höfuðborgarflokkar og mega ekki við meiri flótta kjósenda sem þegar er búinn að koma þeim niður undir 5% markið með tilheyrandi falli af Alþingi.

Ef að líkum lætur eru þessar tillögur líklegar til að auka enn á misklíð í ríkisstjórninni og þeim flokkum sem að henni standa.

Það sér það hver maður að þar er grunnt á því góða í ýmsum málum.

Þessar hugmyndir ráðherrans eru í reynd galnar og það sér það hver maður að skattleggja vegfarendur á vegum sem þeir hafa þegar greitt með sköttunum sínum eru hreinn þjófnaður.

Það er þjófur í paradís samgönguráðuneytisins.

Sennilega kemst hann ekki upp með þessar hugmyndir.


Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Feb. 2017
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812348

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband