Vanhæfur umhverfisráðherra ?

Aðdragandinn að því að Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar varð umhverfisráðherra var býsna skammur. Hann lýsti honum í viðtali við Síðdegisútvarp Rásar tvö í dag, sem hann var í ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðarráðherra og Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra.

VG leysti innnanhúsvandamál sín með að kalla til ráðherra utan þings.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson mikill baráttumaður fyrir náttúru Íslands verður umhverfisráðherra.

Það er í sjálfu sér mikið ánægjuefni fyrir þá sem vilja berjast fyrir góðum málum á því sviði.

Katrín Jakobsdóttir virðist hafa kallað hann til leiks í miklu hraði, kannski án þess að hugsa mál til enda.

Það kom fram í Kastljósi að þáttarstjórnandi nefndi þann möguleika að nýr umhverfisráðherra gæti verið vanhæfur þegar kæmi að því að fjalla um mörg og stór mál sem bíða þess að verða leidd til lykta.

Guðmundur Ingi var auðvitað starfandi hjá samtökum sem hafa verið mjög árásargjörn og höfðað fjölda mála gegn ríkinu, því sama ríki og hann nú að að verja og starfa fyrir.

Það verður fróðlegt að sjá hvar vanhæfilínan verður dregin þegar kemur að því að árekstrar verða.

Kannski voru það mistök í tímaþröng að stökkva á kost sem virtist góður en gæti verið laskaður vegna  fyrri starfa.

Þá hefði verið betra að taka þingmenn sem voru tiltækir í þetta verkefni frekar en reyna að sleppa af króknum.

Ari Trausti og Lilja Rafney voru klár í slaginn.

Katrín bara vildi þau ekki.


Katrínarsstjórnin hefur ákveðna sýn í sjávarútvegs og auðlindamálum.

2017 kjúlSkipan sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra tekur af allan vafa hver stefna Katrínar Jakobsdóttur og félaga er í sjávarútvegsmálum og auðlindamálum.

Það þarf ekki að lesa stjórnarsáttmálann til að átta sig á hver sú stefna er.

Nýr ráðherra segir allt sem segja þarf þegar horft er til stefnunnar í þeim málaflokki.


Veikburða ríkisstjórn leggur af stað í leiðangur.

Jón Gunn­ars­son, sam­gönguráðherra sein­ustu rík­is­stjórn­ar, yf­ir­gaf Val­höll áður en þing­flokks­fundi flokks­ins, þar sem ráðherra­skip­an­in var til­kynnt, var lokið.

Það er veikburða ríkisstjórn sem er að leggja af stað í leiðangur.

Mjög margir veikleikar opinberast í upphafi, sem er ekki undarlegt í ljósi þess hvaða flokkar eiga í hlut.

Hjá Sjálfstæðisflokknum eru í það minnsta tveir sem eru í fýlu.

Jón Gunnarsson sem þykir hafa verið duglegur fær ekki ráðherra, þess í stað setur Bjarni hinn verklausa Kristján Þór enn einu sinni í forgang.

Páll Magnússon er í framhaldsfýlu, styður ekki ráðherralista formannsins.

Hjá VG eru þegar tveir af ellefu þingmönnum dottnir af skaftinu, styðja ekki þessa ríkisstjórn.

VG ögrar síðan íhaldsflokkunum með að gera einn erfiðasta andstæðing stefnu þeirrra í virkjana og raforkumálum að umhverfisráðherra.

Það mun örugglega fara í taugar margra Sjálfstæðis og Framsóknarmanna.

Það eru því aðeins 31 þingmaður sem styður þessa ríkisstjórn þó svo Jón hafi lýst öðru yfir, fýlan leynir sér ekki.

Eins og það hefur verið orðað, haltrandi ríkisstjórn sem er að leggja af stað í leiðangur.

Sagan segir að engin þriggja flokka ríkisstjórn hefur lifað heilt kjörtímabil.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur  mun örugglega ekki breyta því.


mbl.is Jón yfirgaf Valhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfismálin á Akureyri - við getum miklu betur.

0 2017 00000 Fimmtudagshringur að morgni-1605Ég hef lengi barist fyrir betra umhverfi og betri umgengni í bænum okkar góða.

Sumt hefur gengið vel annað ekki. Hin síðari ár virðst sem hafi ríkt stöðnum bæði hvað varðar framkvæmdir og hugsun.

Það á við bæði um bæjaryfirvöld, kjörna fulltrúa og almenning að hluta.

Okkur tókst eftir langa mæðu að hætta að urða sorp á Glerárdal, okkur tókst að innleiða umhverfisvitund með staðardagskrárstarfinu fyrir margt löngu.

Glerárvirkjun núverandi bæjarfulltrúa er ljótur blettur á því ferli sem var rétt um það bil að fá farsælan endi með fólkvangi á Glerárdal. Það mál var stórskemmt vegna skammsýni bæjarstjórnar.

Aðalskipulagið 2006 var unnið með umhverfismálin á markvissan hátt.

Umhverfisnefndin reyndi eftir bestu getu að virkja bæjarbúa og fyrirtæki með sér í að gera bæinn betri og fallegri.

Það gekk bara nokkuð vel og margir tóku þátt í því starfi.

En hefur þessi þróun haldið áfram, eru bæjaryfirvöld að gera betur og bæta mannlíf og umhverfi á Akureyri ?

Staðardagskrárstarfið dó drottni sínum.

Því miður hefur eitthvað gerst sem hefur stöðvað þessa þróun, í reynd ríkir kyrrstaða í umhverfismálum á Akureyri.

Bæjarfulltrúar margir hverjir hafa takmarkaðan áhuga á að taka virkan þátt í uppbyggingu og móta framtíðarsýn í þessum málaflokki.

Stóri skandall var þegar bæjarstjórnin á Akureyri ákvað samhljóða að leggja niður sérstaka umhverfisnefnd og vista málaflokkinn inni í tæknimálum bygginga og fleira. Það versta sem hægt er að gera málaflokki sem þessum, hann á ekki heima í höndum tæknifræðinga og embættismanna.

Þessi mistök verður að leiðrétta og gera umhverfismálin sjálfstæð á ný og velja fólk í þann málaflokk sem hefur sýn til framtíðar. Umhverfismál er ekki exeltöflumál fyrir verkfræðinga og fleiri þannig með fullri virðingu fyrir þeim, þeirra svið er annað.

Við þurfum að girða okkur í brók, ef ekki á illa að fara, Akureyri er farin að láta á sjá vegna tómlætis í þessum málaflokki.

  • Við verðum að ljúka skolphreinsistöðinni í Sandgerðisbót. Við höfum staðið okkur afar illa þegar horft er til þeirrar framkvæmdar.
  • Auka umræðu um loftlagsmál og móta áætlun fyrir þann málaflokk.
  • Við verðum að endurreisa umhverfisnefndina og skipa þar fólk sem er hugsjónafólk til starfa. Það verður að vinda ofan af stóra skandal meirihlutans og allra hinna strax á nýju kjörtímabili.
  • Fara verður í að virkja bæjarbúa og auka umhverfisvitund. Ástand í mörgum hverfum er ekki boðlegt.
  • Fara verður í sérstakt átak til að virkja fyrirtækin í bænum í umhverfismálum og taka fast á skussunum láti þeir sér ekki segjast.
  • Auka verður fjármagn til málaflokksins og það má ekki viðgangast lengur að bæjarstjórn úthluti lúsarframlögum sem vart duga til að halda í núverandi ástand, sem er afleitt víða.
  • Bæjarfulltrúar verða að kynna sér þennan málaflokk miklu betur og taka hann til umfjöllunar, áhugin í dag er því miður við frostmark.

Það styttist í bæjarstjórnarkosningar. Kannski verður aldrei boðinn fram flokkur græningja á Akureyri. En kannski er það sem þarf til að ýta við gömlu flokkunum sem hafa lítinn sem engan áhuga á að taka til hendinni í umhverfismálum.

Frekar á hinn veginn með sveltistefnu og leggja niður umhverfisnefndina. Mistök sem verður að leiðrétta ef eitthvað á að gerast í þessum málaflokki annnað halda í horfinu og varla það.

Kannski sjáum við nýtt framboð í vor, framboð sem verður ætlað að vekja athygli á málaflokknum, ekki veitir af eftir dapurlegt kjörtímabil fyrir umhverfismálin hjá núverandi bæjarfulltrúum og þeim tengdum.


Misvísandi yfirlýsingar tilvonandi stjórnarflokka.

Það gæti komið í ljós síðar í dag hvenær formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna ná að ljúka viðræðum um myndun ríkisstjórnar og gerð málefnasamnings flokkanna. Enn á eftir að ná lendingu um skattamál, umhverfismál og jafnréttismál.

Flokkarnir þrír sem eru að vanda sig virðast staddir á ólíkum blaðsíðum í stjórnarmyndunarviðræðum.

Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn, gömlu kallarnir, eru alveg að landa þessu og hafa verið á þeirri blaðsíðu frá upphafi.

Vanir því.

Átti að klárast í síðustu viku hjá þeim og núna í þessari viku.

VG - Katrín Jakobsdóttir segist ekki sjá fyrir endan á viðræðunum.

Allt önnur blaðsíða en hjá hinum tveimur íhaldsflokkunum.

Þetta ferðalag er greinilega erfiðara en sumir reiknuðu með í upphafi.

Hvað truflar mest er ekki vitað en skoðanakönnun MMR og fleira eru örugglega að trufla VG, aðalega grasrótina sem örugglega eru að senda skilaboð á forustuna.

VG þorir ekki að mæta með samning sem truflar þar, ekki í einu einasta máli.

Auðvitað yrði slíkt samþykkt í upphafi en kjörtímabilið yrði þrautaganga.

Það eru enn kettir sem þarf að smala á þeim bænum þó eitthvað hafi þeim fækkað síðustu árin.


Að mestu óþarfar ?

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að áhyggjur af brottkasti á Íslandsmiðum séu að mestu óþarfar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Heiðrúnu í kjölfar umfjöllunar í fréttaskýringarþættinum Kveik í gærkvöld. Í yfirlýsingu segir að það sé miður að ekki hafi verið leitað sjónarmiða þeirra sem nýti auðlindina; sjávarútvegsfyrirtækja eða hagsmunasamtaka þeirra.

( ruv.is )

Í gærkvöldi var RÚV með sláandi þátt um brottkast.

Ekki ofsögum sagt að þar koma fram hrollvekjandi upplýsingar.

Sterkast fannst mér að sjá og heyra hvað eftirlitsstofnanir eru máttlausar og vanbúnar að takast á við vandann.

Fiskistofa virðist lömuð stofnun þegar kemur að því að taka á málum.

Einhversstaðar vakir verndandi hönd yfir lögbrotunum.

Svo mætir fulltrúi sjálvarútvegsfyrirtækjanna í fjölmiðla, bara svona rétt í kjölfar þáttarins með yfirlýsingu.

Áhyggjur af brottkasti eru að MESTU óþarfar hvað sem það nú þýðir.

Ósvífni og siðleysi  -  JÁ.

En hagsmunaaðilar í sjávartúvegi þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur.

Vinstri grænir hafa tekið það að sér að tryggja að flokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fá áfram að stunda hagsmunagæslu fyrir þá sem mesta peninga setja í flokksstarfið hjá þeim.

Ráðuneyti sjávarútvegs er frátekið fyrir annan hvorn þeirra.

Til lukku VG, sennilega er þetta að hugsa um þjóðarhag.


Ögurstund VG

c_netlogga_vgÞað skýrist á næstu tveimur sólarhringum hvort ný ríkisstjórn getur tekið við um komandi helgi. Farið er að sjá fyrir endann á gerð stjórnarsáttmála en enn á eftir að útkljá nokkur stór mál. Formaður Framsóknarflokksins segir vinnuna ganga vel og það skýrist í dag eða á morgun hvenær stofnanir flokkanna verði kallaðar saman til að staðfesta stjórnarsáttmála.

Líður að ögurstundu í sögu VG.

Eini óumdeildi vinstri flokkurinn gæti leitt til valda enn á ný þá flokka sem kenndir eru við spillingu og fyrirgreiðslu.

Til skemmri tíma gæti þetta keyrt VG niður í fylgi og leitt til trúnaðarbrests milli flokksins og kjósenda hans.

Það er erfitt fyrir flokka, eins og hefur glögglega sést á öðrum flokkum á árunum frá hruni.

Fylgi VG er normal 10% plús - mínus.

Staða flokksins hefur verið ofar meðaltali nokkurn tíma en líklega breytist það snarlega.

Kannski mun þessi hugsanlegi stjórnarsáttmáli líta fallega út, þó það nú væri.  Það þarf að koma honum í gegnum stofnanir flokkanna.

Sú hugsun mun leita á flokksapparat VG hvort hægt sé að treysta Sjálfstæðisflokknum.

Það eru einmitt flokksmenn þeirra sem hafa verið duglegastir við að draga trúverðugleika Sjálfstæðisflokksins í efa.

En blautlegir draumar sumra VG liða leiða þá áfram í miklum metnaði að fá að stjórna.

Svandís Svavarsdótir og Kolbeinn Proppé voru dugleg við að hella sér yfir þann flokk og formanns hans.

Svolítið hjákátlegt að sjá þau í þessum sporum nú.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf síðan að kyngja því að formaður þess sem þeir hafa gjarnan kallað komma skuli nú verkstýra BB og félögum.

Framsóknarflokkurinn er svolítið stikkfrí, kjósendur hans vilja bar að hann fái völd, skítt með hvernig.

Ögurstundin er hjá VG, hveitibrauðsdagar þess flokks eru liðnir.

Nú eru þeir bara eins og allir hinir, sekir um að koma valdasjúkum hagsmunaöflum Sjálfstæðisflokksins til valda.

Hver hefði trúað því.


Dauðu ljósastaurarnir við Reykjanesbraut.

f9f3ef09e812ce9cc0fdc5e230f7c015Í morgun keyrði ég til Keflavíkur.

Erindi á alþjóðaflugvöllinn eins og margir aðrir.

Fjögur að nóttu, enginn snjór, mikið myrkur.

Eina dreifbýlisstrætið á Íslandi sem er almennilega lýst.

En er það ?

Tugir staura dauðir, kannski á annað hundrað, gafst upp á að telja.

Hverjir bera ábyrgð á að þessi mál séu í lagi ?

Til hvers að setja upp raðir af rándýrum staurum ef viðhaldi er ekki sinnt ?

Myrkrið á Reykjanesbraut var enn dýpra en það þyrfti að vera.

Allt vegna sleifarlags og framtaksleysis.

Ræs ........drögum úr slysahættu.


Vælt við veggi Valhallar.

2017 grátmúrinnÉg held raunar þegar maður horfir á það hversu hratt þessar viðræður hafa gengið fram, hversu fljótt var skilið við hinar, að þetta stjórnarmynstur hafi verið miklu lengur í bígerð en raun ber vitni,“ sagði Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar í Víglínunni á Stöð 2 í dag.

Gamla kommagengið krýpur nú við veggi Valhallar og vill inn.

Svavar, Hjörleifur, Steingrímur og allir þeir sem enn eru tengdir af gamla Allaballa kommagenginu væla í formönnum gömlu valdaflokkanna.

Vilja vera með í leiknum hjá freku köllunum Bjarna og Sigga.

Afkomendur þeirra sem gjarnan hafa kallað sig sósialista, Katrín, Svandís, Proppe og fleiri sem hafa eytt löngum tíma í að skrifa um hversu Sjálfstæðisflokkurinn væri glataður eru í röðinni við veggi Valhallar með gömlu sossunum.

Mjög margir hafa talið að þessi Valhallarferð VG væri löngu ákveðin, sést hefur og heyrst til þeirra að makka við útsendara Valhallar.

Sannlegar hefur fallið kusk á hvítflibba forustunar.

En enn er grátið við veggi musteris frjálshyggjunnar.

Stjórnin sem átti að vera klár í dag er ekki klár og langt í það eftir því sem fregnir frá viðmælendum.

Á reyndar eftir að semja um öll mál að sögn.

En við trúum því tæplega því sossagengið hefur talað með tungum tveimur síðustu vikur.

Veggir Valhallar verða því áfram grátmúr sossanna enn um sinn. cool

 


Fylgi við VG hrynur.

Fylgi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hefur dalað frá kosningum, úr 16,9% í 13%, samkvæmt nýrri könnun MMR. Einungis 60% þeirra sem sögðust hafa kosið flokkinn fyrir þremur vikum segjast mundu kjósa hann aftur nú. Í könnuninni var spurt hvaða flokk fólk vildi síst sjá í ríkisstjórn og nefndu 58% stuðningsmanna Vinstri grænna Sjálfstæðisflokkinn sem versta kostinn.

Ný könnun MMR opinberar það sem margir hafa nefnt.

Fylgi við VG er að hrynja.

Kjósendur kunna ekki að meta flokka sem sigla undir fölsku flaggi í kosningum.

Samfylkingin mælist næst stærsti flokkurinn í könnun MMR.

VG er greinilega á hraðferð í glötun.

Ekkert sérlega undarlegt, reyndar nokkuð fyrirséð.

Kjósendur þeirra kunna ekki að meta að forusta flokksins ætli að leiða Panamaflokkana til valda - eitthvað sem þeir gleymdu að segja kjósendum sínum.

Enda ætla aðeins 60% þeirra að kjósa þá næst.

 


Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2017
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 818070

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband