Kjósum við spillingu og leyndarhyggju til valda - enn einu sinni ?

Kjósendur á Íslandi gengu að kjörborðinu í fjórða sinn frá hruni.

2009 - 2013 - 2016 - 2017.

Árið 2009 skiptu kjósendur út Sjálfstæðisflokki.

Árið 2013 endurnýjuðu kjósendur samninginn við gömlu helmingaskiptaflokkana, loforðasúpa þeirra, sérstaklega Framsóknarflokksins verður lengi í minnum höfð.

Sú stjórn tórði í þrjú ár.

Árið 2016 féll stjórn þessar gömlu spilltu flokka og við tók Sjálfstæðisflokkurinn með tvo viljalausa flokka sem gerðu allt fyrir embættin.

Í reynd var Sjálfstæðisflokkurinn sem stjórnaði öllu í þessar stjórn. Hún sprakk á nokkrum mánuðum vegna leyndarhyggju og spillingar innan Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn sem lét brjóta á siðferðisgildum þurrkaðist út af Alþingi.

Enn var blásið til kosninga 2017.

Nú skyldi hreinsað út, kjósendur tóku þann pól í hæðina í umræðum og skoðanakönnunum í aðdragandanum að nú skyldi hreinsað til og spilltum helmingaskiptaflokkunnum skyldi gefið langt frí.

Nýtt Ísland laust við spillingu og leyndarhyggju var umræðan og VG fór með himinskautum og allt stefndi í að nýjar áherslur og önnur sýn fengju brautargengi.

Svo var kosið.

Upp úr kössunum kom.

16 þingmenn Sjálfstæðisflokksins ( smá rassskellur ) 15 þingmenn tveggja Framsóknarflokka, og tveir af þessum þremur leiðtogum voru með myllustein Panamaskjala og ýmsa vafsama fjármálagjörninga með sér í pokanum. Sjálfstæðisflokkurinn var staðinn að leyndarhyggju og óheiðarleika í aðdraganda kosninganna, umræðan var mikil og hátt var talað.

Þrátt fyrir alla umræðuna um siðferðisbresti og óheiðarleika kom 31 þingmaður í hlut eldgamla og margþvælda helmingaskiptabandalagsins.

Um tíma eru því tveir Framsóknarflokkar, en samt nákvæmlega eins.

Kjósendur hafa því enn og aftur kosið sömu súpuna til valda ( líklega )

Sigmundur var ekki lengi að landa fulltrúa fátæka fólksins og bauð í bíltúr á 20 milljónkróna jéppanum sínum.

Það er því afar líklegt að við fáum enn og aftur helmingaskiptastjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks með allt sitt afturhald og spillingu.

Kjósendur á Íslandi virðast af stórum hluta haldnir kvalalosta.

Þeir kjósa enn og aftur valdastéttir til valda sem síðan fara öllu sínu fram.

Kannski er öllum sama, tal um siðferði og nýtt Ísland er einnota kosningakjaftæði.

Við kjósum alltaf það sama yfir land og lýð.


Gamla þreytta Framsókn enn á sínum stað.

Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir að flokkurinn muni ekki samþykkja í viðræðum um ríkisstjórnarsamstarf við VG, Pírata og Samfylkingu að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Þetta kom fram í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn lofuðu kjósendum þessu fyrir kosningarnar 2013.

Eins og allir muna var það svikið.

Framsókn er enn við sama heygarðshornið og ætlar að hunsa meirihlutavilja þjóðarinnar.

Samstarf við andlýðræðislega flokka sem eru tilbúnir að svíkja kjósendur kemur ekki til greina enda vilja þeir ekki starfa með flokkum sem vilja ekki virða þjóðarvilja í stórum málum er mín skoðun.

Framsóknarflokkurinn ætlar líklega að vera áfram í hlutverki staðnaðs hagsmunagæsluflokks með andlýðræðislegar áherslur.

Ekki verður séð að þeir hafi nokkurn áhuga á stjórnarskrá eða öðru sem því tengist enda með aukaþingmann út á vitleysuna.

Þá er það bara þannig og ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og einhverjum öðrum, sama sinnis bíður handan hornsins.

Til hamingju Ísland.


Sjálfstæðisformaðurinn átti ummæli kvöldins.

„Það er eitt sem kosningar snúast um fyrst og fremst og það er að fá fylgi – og við fengum mest fylgi,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í ræðu sinni á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins á Grand Hótel skömmu eftir miðnætti. „Við erum að vinna þessar kosningar.“

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokkins átti án vafa ummæli eftir kosningar.

"Við erum að vinna þessar kosningar"

Ekki annað hægt að segja að formaðurinn var borubrattur og hress.

Aftur á móti var niðurstaðan sú að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fylgi, fór úr 29% í rúmlega 25% og missti 5 þingmenn.

Sjálfstæðisflokkurinn var með 21 þingmann en þegar talningu lauk og upp var staðið var þingflokkur Sjálfstæðisflokksin 16 þingmenn sem er æði hátt prósentutap þingmanna.

Sjálfstæðisflokkurinn er auk þess með afar lágt hlutfall kvenna því þeim hafði verið úthlutað þingsætum sem óneitanlega voru á hættusvæði.

Það sem formaðurinn kallaði SIGUR  er ein slakasta útkoma flokksins frá stofnun.

Minnst hefur flokkurinn fengið 23,7% sem var 2009 eftir hrunið.

Það verður að telja formanninum til tekna að bera sig vel, að kalla þessi úrslit sigur er bara skemmtileg.

En kannski er alvara Bjarna Benediktssonar að hann sem formaður Sjálfstæðisflokksins tapaði ríkisstjórn út úr höndunum á sér og í framhaldi af því tapar hann góðum hluta þingflokksins.

Hann kannski kallar það sigur, en ekki er alveg víst að miðstjórnin þeirra sé honum sammála.

Að flokkurinn tapar og tapar kannski völdum er fyrst og fremst vegna persónulegra mála formannsins og í gamla daga var það ekki fyrirgefið eins og sagan sýnir.

Ef til vill eru dagar BB taldir í formannsstól, ef ekki þá eru breyttir tímar í Sjálfstæðisflokkunum.


Frábært - allir sigruðu nema BF.

Frábært allir flokkar sem náðu mönnum á þing unnu sigra.

VG bætir sennilega við sig manni. Sigur það.

X-S næstum þrefaldar þingmannatölu sína. Sigur það.

Framsókn tapaði minna fylgi en leit út fyrir á tímabili. Sigur það.

Flokkur fólksins náði inn þrátt fyrir skoðanakannanir. Sigur það.

Viðreisn hékk inni þrátt fyrir skoðanakannannanir. Sigur það.

Sjálfstæðisflokkurinn tapaði BARA fjórum þingmönnum. Formaðurinn kampakátur og lýsti yfir sigri. ? Sigur það.

Frábært að næstum allir hafa unnið sigra í dag.

Aðeins BF tapaði...leitt en einhver verður að tapa.

En þjóðin tapaði, ekki möguleiki að sjá sterka ríkisstjórn út úr þessu kraðaki.

Góða nótt.


Langar mig í hlutabréf ?

hlutabrefKosningar hér á landi eru að verða spennandi og maður bíður eins og spenntur rottubogi eftir næstu tílboðum stjórnmálamannanna.

Loforð á loforð ofan og svo gleymast þau í annríki hversdagsins og allt verður eins og það var í gær og fyrradag.

2013 fengu landsmenn hrikalega flott tilboð, 300 milljarðar gerðir upptækir hjá hrægömmum og þurfandi þjóð færðir aurarnir á silfurfati.

Eitthvað klikkaði í þessu eins og búast mátti við en til að laga samviskubitið tók loforðasmiðurinn 73 milljarða úr bankabókinni OKKAR og færði sumum.

Fallegt af honum fannst þeim sem nutu.

Nú er spennan að ná hámarki.

Nú eigum við von á hlutabréfum í banka. Flottara gerst það nú ekki.

Ég átti einu sinni hlutabréf í Eimskip, eitthvað sem ég eignaðist sem barn. Það brann einhversstaðar í stórabáli um hrun.

En nú á ég von á að eignast banka.

Einhver góður stjórnmálamaður ætlar að taka peningana mína úr ríkissjóði, kaupa banka og gefa mér hlutabréf....... húrra.

Eitthvað sem mig hefur lengi dreymt um.

Orðinn maður með mönnum, þökk sé gjafmildum stjórnmálamönnum sem ætla að gefa mér mína eign, alveg eins og síðast.

Hlakka til, svona stjórnmálamenn verðum við að eiga, gjafmilda, rausnarlega og sérlega trúverðuga.

Takk fyrir mig.


Sjálfstæðisflokkurinn með " afgerandi " forustu.

Þingflokkur Samfylkingarinnar gæti þrefaldast að stærð að loknum kosningum. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins fengi flokkurinn rúmlega 14 prósenta fylgi ef kosið væri nú. Hann var með 5,37 prósenta fylgi eftir kosningarnar fyrir ári.

Fyrirsagnir sumra fjölmiðla er sérstakar.

Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forustu.

Sannarlega fær hann 24,1% og VG 19,2%.

Tæplega þriggja prósenta forskot er varla mjög afgerandi.

Sannarlega er fall VG úr 27% í 19% vel marktækt og enn tveir dagar til kosninga.

En þrátt fyrir að Sjálfstæðsflokkurinn sé með þetta fylgi í könnun er það staðreynd að aðeins einu sinni í sögu flokksins hefur fylgið verið minna en hann nú mælist með. Fylgið komið inn að beini og fer ekki mikið lægra en þetta.

Það var 2009 eftir hrunið, þá fékk flokkurinn 23,7%. Sannarlega eru 24% hrunfylgi fyrir flokk sem fékk meira en 40% í fyrstu kosningum þessarar aldar.

Viðreisn hefur aðeins lyft sér og þar má líklega þakka nýjum formanni og betri ásýnd en var með gamla formanninn í forustu. Hvort það dugar skal ósagt látið en einn kjördæmakjörinn væri ekki fráleitt.

Samfylkingin fær nú mesta fylgi sem hún hefur mælst með könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins, rúmlega 14% sem er gott stökk úr 10% í næstu könnun á undan. Að fá 10 þingmenn væri stórsigur og lykill að myndun félagshyggjustjórnar.

Framsókn er í vondum málum og Miðflokkurinn tapar frá síðustu könnun. Líklega höfum við séð hæstu tölur hjá honum, enda líklega í 7% á lokasprettinum. Varla fara gjafaloforð formannsins að virka til fylgiauka, þar er hinn fullkomni poppulismi í hávegum hafður.

Flokkur fólksins og Björt framtíð sigla rólega utan þingmannafylgis.

Hvernig mun svo ganga að mynda ríkisstjórn úr þessu kraðaki er umhugsunarefni.

Það sem þessi könnun sýnir er að það verður mjög erfitt og myndun fjögurra flokka stjórnar frá miðju til vinstri er á mörkunum.

Ekki mynda Sjálfstæðisflokkur og VG tveggja flokka stjórn.

Ef ekkert breytist gætum við verið að kjósa okkur inn í glundroða og skammtímastjórn, ef myndun stjórnar yfirleitt tekst.

En það eru enn tveir dagar í kosninga.


Erum við skussar í loftslagsmálum ?

Mat_loftslagsryniUmræður um loftslagsmál eru háværar víða um heim. Annarsstaðar örlar varla á þeirri umræðu og Ísland verður líklega að teljast í þeim hópi.

Nú er örstutt í kosningar til Alþingis og ætla mætti að einhver umræða færi fram um umhverfismál og sérstaklega loftlagsmál

En því er ekki að heilsa og þáttastjórnendur fjölmiðlanna eru varla með nokkra spurningu í pússi sínu varðandi þá málaflokka.

Dauðyflisháttur eða áhugaleysi, kannski hvorutveggja.

Að óbreyttu stefnir í að Ísland muni ekki standa við skuldbindingar sínar varðandi það að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030. Kveðið er á um skuldbindingarnar í Parísarsamkomulaginu en Alþingi fullgilti samkomulagið síðastliðið haust.

( visir.is )

Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál fyrir Ísland en því miður er lítil sem engin umræða í pólitíkinni.

Kannski hafa þingmenn og stjórnmálaflokkar ekki þol til að horfa lengra en sem nemur einu kjörtímabili.

Annað er sett til hliðar.

Stjórnmálaflokkarnir sinna þessum málum afar mismunandi.

Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fá 0,0 og Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn eru heldur skárri.

Best standa sig Píratar, Samfylkingin næst best og VG í þriðja sæti.

Sennilega er best að kalla þetta tómlæti hjá þeim flokkum sem skora ekki eða lægst.

Kannski nær þessi umræða einhverju flugi, en þá sennilega ekki fyrr en við þurfum að greiða milljarða í losunargjöld.

Það eina sem tikkar á Íslandi er þegar kroppað er úr pyngjunni beint.

 

 


Falskur tónn Sjálfstæðisflokksins.

 

 

Hann seg­ir að mesta viðhaldsþörf­in sé í orku­flutn­ing­um, veg­um, frá­veit­um og fast­eign­um rík­is­ins. Þörf­in sé 70 millj­arðar í orku­flutn­ing­um, 110-120 millj­arðar í veg­um, 50-80 millj­arðar króna í frá­veit­um og leggja þurfi 76-86 millj­arða til að koma fast­eign­um hins op­in­bera í gott horf. Að hans mati er óraun­hæft að ætla að hið op­in­bera standi eitt und­ir svo um­fangs­mik­illi upp­bygg­ingu á innviðum lands­ins.

Viðhaldsþörf innviða hér á landi er met­in 372 millj­arðar króna eða 15% af lands­fram­leiðslu í ár, sam­kvæmt skýrslu Sam­taka iðnaðar­ins um ástand innviða.

Kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins hefur verið mjög einsleit.

Lækkun skatta er eiginlega eina málið sem þeir boða.

Allir vita að Sjálfstæðisflokkurinn hefur hækkað suma skatta gríðarlega á síðustu árum auk þess sem þeir hafa bætt við í tekjutengingum.

Forgangsmál flokksins var að lækka skatta á eignafólk og stöndug fyrirtæki í sjávarútvegi. Varla hafa þær áherslur breyst því allir muna hvað meðhöndlun almenningur fékk hjá flokknum td. með hækkun vsk á matvæli.

Alveg nýverið birtist í Viðskiptablaði Mogga samtal um uppsafnaða þörf innviða á Íslandi.

Tæplega 400 milljarða vantar til að koma innviðum á viðundandi stað.

Er það skynsamlegt að rýra enn tekjupósta ríkissjóðs þegar þörfin er jafn gríðarleg og innviðir eru að grotna niður ?

Skynsamleg stefna er að leggja á skatta á þá sem þola slíkt en sleppa láglauna og millitekjufólki.

Skólakerfið, heilbrigðiskerfið, vegagerðin, löggæslan, sjúkraflutningar o.m.m.fl. þurfa aukið fjármagn til að geta staðið undir eðlilegri þjónustu í þróðuðu og nútímlegu ríki.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur engan áhuga á því.

Kjörorðið Sjálfstæðisflokksin er.. LÆKKUM SKATTA á suma.

Á sama tíma vantar 400 milljarða í grotnandi innviði.

Þetta lýsir sorglegu skilningsleysi og sýnir okkur öllum að vandamálið á Íslandi síðustu áratugi er stjórnsýsla og stefna Sjálfstæðisflokksins.

Hér mun ekkert breytast nema það breytist og Sjálfstæðisflokkurinn og stjórnsýsla hans og áherslur verði ekki til staðar við stjórn landsins.

Við þurfum stjórnvöld sem stjórna með hagsmuni almennings að leiðarljósi og hér verði mannúð og mildi sem ræður för.

 


Simmi og hókus - pókus. Virkar það aftur ?

Í þetta sinn ætlar Sigmundur Davíð að gefa þjóðinni þriðjungshlut í Arion banka, eftir að ríkið hefur nýtt sér forkaupsrétt sinn í bankanum og keypt hann aftur af núverandi meirihlutaeigendum. Þeir eru annars vegar fjórir vogunarsjóðir og Goldman Sachs, sem keyptu hlut í bankanum í mars, og eiga samtals 29,6 prósent hlut í honum. Hins vegar er stærsti eigandi Arion banka Kaupþing ehf. sem á 57,41 prósent hlut.

( Stundin )

Þá er SDG mættur á ný með hókus - pókus loforð til kjósenda.

Síðast lofaði hann að taka 300 milljarða af hrægömmum.

Endaði með að gefa sumum kjósendum 80 milljarða úr ríkissjóði, skattgreiðslur sem þeir áttu sjálfir auk þeirra sem ekkert fengu.

Nú ætlar hann að láta ríkissjóð kaupa Arionbanka og gefa kjósendum hann í framhaldinu.

Kjósendur sjálfir borga að vísu fyrir bankann með sköttunum sínum en riddarinn á hvíta hestinum ætlar að slá sig til enn meiri riddara með enn einu skítatrixinu.

En munu kjósendur enn og aftur trúa falsinu ?

Eins og er virðist sem einhver 10% séu að bíta á agnið.

Það virkar að þykjast ætla gefa peninga.

 


NA kjördæmi - athyglisverðar niðurstöður.

22688782_10154807021462260_4844706698719327497_nBirtar eru niðurstöður úr könnun Félagsvísindastofnunar sundurliðað á kjördæmi.

Þar ber að líta nokkuð áhugaverðar niðurstöður í NA kjördæmi.

Fjórir flokkar virðast víðsfjarri því að fá mann kjörinn.

Viðreisn, Flokkur fólksins, Píratar og Björt framtíð.

Enginn þessara flokka nær 3% og virðist sem fylgi Viðreisnar og Pírata hafi horfið. Flokkur fólksins er nærri því sem var síðast og langt úti og BF náði ekki kjöri.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn tapa mönnum.

Sjálfstæðisflokkurinn siglir lygnan sjó með tvo og Framsókn virðst langt frá því að ná öðrum manni.

Baráttan stendur því milli þriðja manns VG, annars manns SDG og annars manns jafnaðarmanna í Samfylkingunni.

Það er afar mikilvægt að jafnaðarmenn nái vopnum sínum og fái góða kosningu.

Það er lykill að myndun félagshyggjustjórnar frá miðju til vinstri.

Gríðarlega öflugur frambjóðandi X-S, Albertína Friðbjörg, NA kjördæmi er í öðru sæti.

Til að hún nái kjöri er mikilvægt að allir jafnaðarmenn í NA kjördæmi mæti á kjörstað og kjósi X-S.

Möguleikarnir á því eru þó nokkrir en langt frá því að vera öruggir

Kjörsókn var frekar léleg síðast en mikilvægt er að hún verði góð til að árangur náist.

Skora því á alla jafnaðarmenn sem vilja breytingar í þjóðfélaginu að mæta á kjörstað þann 28. okt og setja X við S

 

 


Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2017
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812348

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband