Björt framtíð - vörusvik ársins.

Rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar verður með minnsta mögu­lega þing­meiri­hluta, ef hún kemst á kopp­inn eða sam­tals með 32 þing­menn á þingi af 63. „Þegar rík­is­stjórn er mynduð með jafn­litl­um meiri­hluta skipt­ir hver þingmaður miklu máli,” seg­ir Stef­an­ía Óskars­dótt­ir, stjórn­mála­fræðing­ur.

___________________

Þá er ný ríkisstjórn í burðarliðnum.

Ríkisstjórn hægri aflanna á Íslandi.

Kjósendur púuðu niður slíka stjórn á Austurvelli í vor en mættu síðan í kjörklefana og kusu aðra slíka.

Sjálfstæðisflokknum virðist vera að takast að landa tveimur smáflokkum og ætlar þeim hækjuhlutverk í samræmi við þingstyrk, en Sjálfstæðisflokkurinn á að hafa tögl og hagldir í þeirri ríkisstjórn.

Framundan eru því dagar þar sem hægri áherslur verða í forgangi og þetta kjörtímabil því í reynd bein framlenging á því sem lauk í haust, forréttindahópar í öndvegi, samfélagskerfi í fjársvelti og dulbúinni einkavæðingu komið á í heilbrigðiskerfinu.

Hvað breyttist þá með 20.000 manna fundi á Austurvelli ?

Nákvæmlega ekki neitt annað en Sjálfstæðisflokkurinn losnaði við Framsókn og fékk tvo nytsama sakleysingja með sér til heimabrúks.

Hvað Viðreisn varðar var þetta algjörlega fyrirséð, afleggjari Sjálfstæðisflokkisins fór vitaskuld beint heim, enda passaði frjálshyggjuhugarfar þeirra ekki við miðju og vinstri flokka á Íslandi.

Björt framtíð er aftur á móti furðuflokkur þessara kosninga.

Buðu sig fram í nafni frjálslyndis og miðjustjórnmála.

Runnu síðan inn í hægri flokkinn Viðreisn og máttleysislegur formaðurinn hefur fært Benedikt í Viðreisn fullt forræði yfir stefnumálum og áherslum flokksins.  Furðulegt í beinu framhaldi af kosningum og vond svik við kjósendur flokksins.

Björt framtíð var því undir fölsku flaggi í kosningabaráttunni og fjöldi jafnaðarsinnaðra kjósenda kusu flokkinn og björguðu honum frá að hverfa af þingi.

Uppskera þessara kjósenda eru aukinn völd Sjálfstæðisflokksins á Íslandi næstu misseri og mér er stórlega til efs að það hafi verið hugsun þessara sömu kjósenda.

Björt framtíð er því öruggur sigurvegari í keppni um vörusvik ársins.

Ekki annað hægt en vorkenna kjósendum BF fyrir að falla fyrir blekkingunni.

Nytsöm hækja hægri aflanna á Íslandi búin að kasta dulargerfinu og opinberað sig til framtíðar.

 


mbl.is Þarf að ríkja gott traust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrópagemlingur á Alþingi.

Samkvæmt vef Alþingis er Sigmundur Davíð eini þingmaðurinn sem hefur ekki tekið þátt í neinum atkvæðagreiðslum eða öðrum þingstörfum frá því að Alþingi kom aftur saman eftir kosningar 29. október síðastliðinn.

Samvæmt fréttum hefur fyrrum forsætisráðherra verið að mestu fjarverandi frá Alþingi síðan í apríl og alveg síðan í október.

Líklega hefur hann fengið á milli 7 og 8 milljónir í laun fyrir þann tíma.

Vinnuveitandi hans, íslenska þjóðin þarf að fá upplýsingar af hverju fyrrum ráðherra stundar skipulögð vinnusvik mánuðum saman.

Það væri búið að reka starfsmann sem svona hagaði sér á vinnumarkaði en ekki þingmann.

Þeir virðast hafa leyfi til vinnusvika án afleiðinga.

Það væri rétt að þessi þingmaður segi af sér þingmennsku og hleypi einverjum að sem vill stunda vinnu með eðlilegum hætti.

Það verður fróðlegt að fylgast með hversu lengi þessi framsóknarfýla mun standa hjá SDG.

Og enn ræðst óvinurinn að honum úr launsátri, fréttamenn skilja ekki að SDG vill bara fá spurningar sem hann velur sjálfur.

Er þetta alveg í lagi ?

Kannski bara.


Algjörlega galið kerfi.

Markaðsátak fyrir lambakjöt erlendis er til þess hugsað að verja kjör bænda segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hundrað milljónir króna verða settar í sérstakt markaðsátak fyrir sauðfjárafurðir á erlendum mörkuðum samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga. Það er vegna fyrirsjáanlegrar birgðaaukningar sem gæti valdið verðlækkun innanlands.

Er hægt að hugsa sér meira ofbeldi gegn neytendum ?

Það eru teknar tugir milljóna af skattfé og notað til að koma í veg fyrir að neytendur og skattgreiðendur gætu notið ódýrara lambakjöts.

Hér er Framsóknarmafían í öllu sínu veldi.

Flott gjöf þessa hundrað ára afturhalds til þjóðarinnar.

Þetta er algjörlega galið kerfi og þarf meiriháttar frost í efri byggðum til að sjá það ekki.

Þessu verður að breyta og svona flokkar og hugsun mega ekki vera til staðar á Alþingi.

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur ríghalda í gamla klíku -  Ísland og það væri stórslys ef þessir flokkar komast í ríkisstjórn.

 


Sjálfstæðisflokkurinn ekki klárað kjörtímabil í áratug.

„Það er mitt mat að flest hefði gengið á ann­an veg ef Sjálf­stæðis­menn og Vinstri græn­ir hefðu haldið sam­an um stjórn­artauma þegar banka­kerfið hrundi,“ seg­ir Sturla Böðvars­son, fyrr­ver­andi þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, ráðherra og for­seti Alþing­is og nú­ver­andi bæj­ar­stjóri Stykk­is­hólms, á Face­book-síðu sinni í kvöld þar sem hann kall­ar eft­ir því að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og VG taki við stjórn lands­ins „í sam­starfi við gott fólk.“

_________________

Þegar maður les þessa grein veltir maður því fyrir sér hvort Sjálfstæðisflokkurinn líti aldrei í eigin barm og nálgist mistök sín af auðmýkt.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki klárað heilt kjörtímabil frá því 2003 - 2007. Það er áratugur síðan flokknum hefur tekist það.

Þessi flokkur ber meginábyrgð á bankahruninu og það er kátbroslegt að fyrrum ráðherra skuli hafa þá sýn að ef hann hefði bara verið með einhverjum öðrum í ríkisstjórn 2008 þá hefði allt farið vel. Þvílík blinda og afneitun, en þetta er bara Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur ekki gert upp sín fortíðarmál.

En af hverju er tregða á því að fara í stjórn með þessum gamalgróna valdaflokki ?

Það þarf bara að skoða þá mannfjandsamlegu ríkisstjórnarstefnu sem fráfarandi ríkisstjórn rak og rekur enn eins og sjá má á fjárlagafrumvarpinu.

Síðasta ríkisstjórn hefur spilað flestar sameiginlegar stofnanir okkar í fjármálalegt þrot, skólar, Landhelgisgæsla, Vegagerð, sjúkrahús, svo mætti lengi telja.

Samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins blæða vanalega fyrir stamstarf við hann varðandi fylgi og eins og sjá má hrundi Framsóknarflokkurinn og mörg slík dæmi eru um útreið flokka sem stíga inn í björg Valhallar.

Gæti huganlega verið að Sjálfstæðisflokkurinn sé verri kostur til samstarfs en þeir halda sjálfir ?

Það skyldi þó aldrei vera.


mbl.is Katrín og Bjarni stjórni landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármálaráðherra í ruglinu.

„Það sem við höf­um í hönd­un­um er fjár­laga­frum­varp sem lagt er fram þegar vel árar hjá Íslend­ing­um. Tekj­ur eru að vaxa og við erum að fá aukið svig­rím til að gera bet­ur á flest­um stig­um,“ sagði hann.

____________

Betur á flestum sviðum segir fjármálaráðherra.

Landhelgisgæslan þarf að segja upp áhöfn varðskips og losa sig við eina þyrlu.

Atlaga fjármálaráðherra að öryggi landsmanna.

Vantar 11 milljarða í rekstur heilbrigðiskerfisins. Minnir að sami fjármálaráðherra hafi talað um að gefa í þar.

Framlög til háskóla hækka " lítilega "

Skólakerfi landsins á heljarþröm í boði fjármálaráðherra og fallinnar ríkisstjórnar.

Ríkið svíkur sveitarfélög um milljarða á hverju ári, standa ekki við skuldbindingar og samninga. Allt í boði fjármálaráðherra.

Svikin varðandi fjárframlög til Vestfjarðaganga fara ekki framhjá neinum. Allt í boði fjármálaráðherra.

Fjárframlög til aldraðra og öryrkja líillega bætt þannig að þeir sem búa einir fá lítilsháttar lagfæringu, aðrir ekkert. Allt í boði fjármálaráðherra.

Svona mætti lengi halda áfram.

Eitt ætlar BB þó að standa við.

Skattalækkanir, á rétta fólkið.

Það á líka að auka álögur á sjúklinga umfram áætlun samkvæmt fréttum.

Það er hreint forgangsmál að stjórnmálamenn með svona sýn verði ekki við völd.

Það væri stórskandall að BB og félagar hefðu einhver áhrif næstu árin.


mbl.is Endurreisn Íslands vel á veg komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Des. 2016
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812346

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband