Engeyjarvaldið og hækjan.

 

2016 engeyjarvaldið Stjórnarmyndunarviðræður hafnar.

 Stóra spurningin sem kjósendur spyrja sig, er Engeyjarvaldið í Sjálfstæðisflokknum búið að finna sér þægilega hækju til að styðjast við í meirihlutaviðræðum og ríkisstjórnarmyndun.

Flest bendir til að svo sé, Björt framtíð virðist reiðubúinn að ganga í björg Valhallar eins og Ólafur forðum.

Liljurós BF hefur söðlað um og er reiðubúinn að þóknast álfkonunni eins og forðum í þjóðsögunni.

Björt framtíð hefur sýnt það að hún er mjög höll undir hægri pólitík og enginn munur er á þeim og Sjálfstæðisflokknum í meirihlutum í Kópavogi og Hafnarfirði.

Þessir fjórir þingmenn BF eru því tilvalin hækja fyrir Engeyjarpeyjana sem ætluðu sér alltaf að fara þessa leið þó annað væri sagt til að blekkja kjósendur.

Það tókst og því erum við líklega að fá þá mestu hægri stjórn sem um getur frá lýðveldisstofnun.

En svona kusum við...gamla Ísland og gömlu valdhafana þrátt fyrir alla þá spillingu og óheiðarleika sem birtist okkur á síðasta kjörtímabili.

Og svo bíður Framsókn átekta því næsta víst er að þessir flokkar hafa tryggt sér stuðnings Framsóknar bak við tjöldin.

Til hamingju Ísland.


mbl.is Funda í fjármálaráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tryggja kjósendur BF og Viðreisnar áframhaldandi völd Sjálfstæðisflokksins ?

Formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með forseta Íslands í dag og gerði honum grein fyrir stöðu mála og þeirri fyrirætlan sinni að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir lok þessarar viku. Bjarni vill þriggja flokka stjórn með rúman meirihluta.

______________

Næstu daga mun það koma í ljós hvort það voru kjósendur B.F, Viðreisnar eða Vg sem tryggja áframhaldandi valdastöðu Sjálfstæðisflokksins á Íslandi.

Hvor það var nákvæmlega það sem kjósendur þessara flokka höfðu í huga er óvíst.

Sennilega alls ekki.

Eins og staðan er núna er það líklegast að BF og Viðreisn stökkvi á vagninn. Þá verður til mesta hægri stjórn í langan tíma enda Viðreisn ekkert annað en klofningur úr Sjálfstæðisflokkum með valdamenn þaðan í lykistöðum og væntalegir ráðherrar.

BF er hálfgert rekald sem flýtur með af því Sjálfstæðisflokkarnir þurfa hækju.

Svo er það hinn möguleikinn sem er þó fjær að mínu mati.

Mun VG stökkva til og redda þjóðinni þegar stefnir í óefni að þeirra mati.

Þetta mun koma í ljós næstu daga


Óstöðugleiki mun einkenna næsta kjörtímabil.

Það er hátt flækjustig í því sem kom upp úr kjörkössunum.

Sjö flokkar, misjafnalega ljóst fyrir hvað þeir standa og enn óljósara hvernig þeir munu standa að málum að nýju Alþingi.

Gamli " fjórflokkurinn " er þarna enn en vægi hans minna en nokkru sinni.

Nýju flokkarnir eru óljós stærð og algjörlega óljóst hvernig þeir munu verða í virku stjórnmálaumhverfi.

Píratar eru greinilega ekki tilbúnir að fara inn í þetta af fullum þunga, tilbúnir að vera á hliðarlínunni og aðstoða til vinstri.

Björt framtíð er algjörlega óskrifað blað í samstarfi, það eina sem sést hefur til þeirra er að þeir reyna að vinna á miðjunni með misjafnlega góðum árangri. Hægri áherslur þeirra í bæjarstjórnum eru þekktar.

Viðreisn er og verður útibú úr Sjálfstæðisflokknum. Þeir eru hægri flokkur með hægri áherslur þó þeir hafi reynt að breiða yfir nafn og númer í kosningunum, með góðum árangri.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnarmyndunarumboðið. Ef Bjarna tekst að mynda hægri stjórn með Viðreisn og BF auk hlutleysis hluta Framsóknar verður sá meirihluti óstöðugur og veikur þrátt fyrir þokkalegan meirihluta.

Þarna inni eru ólíkindatól sem geta orðið erfiðir í smölun eins og kettirnir hjá Jóhönnu.

Ef VG fer með Sjálfstæðisflokknum og þriðja flokki mun það ekki endast nema VG láti það eiga sig að hafa skoðanir á ýmsum málum, td einkvæðingaráformum Sjalla og afsláttum til þeirra ríku.

Það er hægt að velta fyrir sér ýmsum stjórnarmyndunarmunstrum en niðurstaðan verður alltaf óstöðugleiki og útþynnt málefnaskrá.

Þrír til fjórir flokkar á Íslandi munu seint koma sér saman um hin ýmsu mál, sérstaklega ef Sjálfstæðisflokkur leiðir. 

Þingmenn hinna flokkanna munu verða mjög uppteknir við að marka sér sérstöðu í óvinsælum málum með eigið pólitíska skinn að leiðarljósi.

Það er því allt útlit fyrir mikinn óstöðugleika á Íslandi næstu árin, sama hvernig ríkisstjórn 1 mun líta út.

 


Íhaldsstjórn VG, Sjálfstæðísflokks og Framsóknar ?

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ist munu í helgar­lok eða strax á mánu­dag gera Guðna Th. Jó­hann­es­syni, for­seta Íslands, grein fyr­ir gangi stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðna. Í sam­töl­um sín­um við for­seta, sem síðastliðinn þriðju­dag fól Bjarna stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð, hafi þetta verið sett sem tím­arammi.

Stjórnarmyndunarviðræður eru ekki hafnar, BB hefur þreifað á öllum formönnum og er á leið til forseta til að gera grein fyrir stöðu mála.

Mest hefur verið talað um stjórn D-C-A, þó svo formenn C-A slái úr og í.

Auðvitað langar Engeyjar-Bensa að vera aðal og formaður A hefur talað á allt öðrum nótum fram að þessu.

Nú er farið að tala um stjórn D-V-B sem væri hrein íhaldsstjórn.

Þessar viðræður fara marga hringi áður en kæmi að því en hugmyndin ekki eins fjarlæg og mætti ætla.

Formaður VG hefur sagt stefnu flokkanna fjarri hvor annari en er það reyndin ?

Þessir flokkar eru mjög sammála í stórum málum. Einangrun á alþjóðavettvangi, óbreytta mynt, óbreytt landbúnarkerfi, óbreytt fiskveiðikerfi.

Stóru línurnar eru samhljóða, annað mætti semja um á meðalnótum.

Framsókn er til í hvað sem er og SDG og stuðningsmenn hans settir á ís.

Það skyldi þó aldrei enda þannig að við fengjum íhaldsstjórn sem væri sammála um óbreytt ástand.

Ekkert ósennilegt í ljósi stöðunnar.

Kjósendur hrökktu burtu gömlu stjórnina og forsætisráðherrann en kusu í reynd yfir sig sömu flokka og sömu fyrirgreiðsluöflin, hver hefði trúað því í vor sem leiða þegar 20.000 manns mótmæltu á Austurvelli.


mbl.is Allir finna til ábyrgðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2016
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband