Sjálfstæðisflokkurinn hækkar skatta í djöfulmóð.

2017 skattarSamgönguráðherra skoðar hvort hefja eigi gjaldtöku á öllum samgönguleiðum út frá höfuðborgasvæðinu vegna brýnna vegaframkvæmda sem kosti hundrað milljarða. Með gjaldtöku megi fara í tugmilljarða framkvæmdir í vegakerfinu árlega næstu árin. Náist samstaða á þingi verði hægt að hefja framkvæmdir strax á næsta ári.

 

 

Einu sinni barðist Sjálfstæðisflokkurinn gegn meintri ofursköttun vinstri flokkanna.

Það er löngu liðin tíð og forustumenn Sjálfstæðisflokksins leita allra leiða til að seilast ofan í vasa almennings og fyrirtækja.

Þeir eru í reynd orðnir ofurskattaflokkur Íslands og enn skal haldið áfram.

Allir muna hækkun flokksins á matarskattinum, skattlagning sem lagðist af fullum þunga á heimilin þrátt fyrir kattarþvott flokksins þar sem vístað var í lækkanir á vörum sem hver og einn kaupir tvisvar til þrisvar á lífleiðinni. Nei, þetta var brútal skattahækkun.

Hækkun á virðisaukaskatti í ferðaþjónustu er fyrirhuguð eins og öllum er kunnug.

Nú er nýjasta skattaútspil Sjálfstæðisflokksins.

Veggjöld á vegi að og frá höfuðborgarsvæðinu, þar ætlar samgönguráðherra að ná í milljarðatugum úr vösum landsmanna, sérstaklega höfuðborgarbúa til að fjármagna vegagerð næstu ára.

Flestum finnst nú nóg um skattlagningu á umferð, himinhá gjöld á eldneyti svo ekki sé talað um hið tímabundna gjald á ökutæki sem nú hefur verið í yfir 20 ár.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf þóst vera á móti sköttum og fara ekki í gegnum neina kosningabaráttu án þess að minna á það. Myndin að ofan er einmitt frá slíku frá 2013 þegar ungir Sjálfstæðismenn voru að minna á hvað flokkurinn væri frábær í skattalækkunum.

Sjálfstæðisflokkurinn siglir oftast undir fölsku flaggi.

Það á svo sannarlega við í skattamálum.


Flughlað á Akureyri í bið næstu árin.

flugstodin001Forstjóri Isavia, segir að ef forgangsraða þurfi fé í flugvelli landsins sé margt brýnna en nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli. Um 800 milljónir króna þurfi til að ljúka þar framkvæmdum. Búið er aka tæplega 150 þúsund rúmmetrum af efni úr Vaðlaheiðargöngum í flughlaðið

 Þá vitum við það, ekki stendur til að gera nokkurn skapaðan hlut í framkvæmdum við flughlað á Akureyri.

Bæjarbúar munu því þurfa að horfa upp á óhrjálegt nærumhverfi flugvallarins næstu árin. Kannski var ekki skynsamlegt að moka þarna niður gríðarlegu magni af uppfyllingarefni ef það á standa þannig næstu árin eða kannski áratugina.

Isavía hefur talað, Akureyri er aftarlega á forgangslistanum.

Ef það verður með þeim hætti sem forsvarsmaður fyrirtækisins talaði verður flughlað á Akureyri ekki á veruleika næsta áratug, nema pólitíkin blandi sér í málið.

Reyndar hefur maður enga trú á því, það sem frá þingmönnum núverandi stjórnvalda, svo ekki sé talað um fjármálaráðherrann, er það innhaldslaust kjaftæði, hugsað til að friða augnablikið.

Tvenn slæm tíðindi fyrir Akureyri síðstu vikuna.

Engin skophreinsistöð - ekkert flughlað.


Skolpmengun og fjölmiðlar.

Vetrardagar 2012-6230Mörg ár gæti tekið að laga fráveitukerfi Akureyringa svo mengun af völdum saurgerla haldist innan viðmiðunarmarka í sjó við strendur bæjarins. Nýleg sýnataka heilbrigðiseftirlitsins sýndi of háan styrk saurkólígerla og er það í þriðja sinn sem styrkurinn er yfir viðmiðunarmörkum.

 

 Þessi frétt um fráveitumál við Eyjafjörð birtist fyrir tveimur árum á Visir.is.

Síðan þá hefur lítið gerst í þeim málum á Akureyri og við Eyjafjörð. Norðurorka tók við þessum málaflokki af sveitarfélaginu og vonir voru bundnar við að það setti málin af stað.

Í mjög stuttu máli, ekkert tilboð barst í byggingu fráveitustöðvar í Sandgerðisbót og ákveðið að slá málið af þar til þensla minkaði á byggingamarkaði og kannski von til að fá einhverja til að byggja.

Því miður eru litlar líkur til að það gerist næstu misseri eða ár. Fráveitumál á svæðinu munu því enn vera langt frá því ásættanleg.

Ég fór að hugleiða þessa stöðu þegar allt fór á annan endan í fjölmiðlum vegna bilunar í fráveitustöðinni við Faxaskjól. Slæmt mál að sjálfsögðu og mælingar sýndu allt að því 8.000 saurkóligerla í hverjum 100 ml af sjó.

Fulltrúi heilbrigðiseftirlits lét þess getið að magn þeirra í Tjörninni í Reykjavík væri enn hærra en engin fjölmiðill sýndi því áhuga.

Þeir voru fastir í Faxaskjólinu.

Enginn fjölmiðill hefur reynt að rýna þessi mál á landsbyggðinni þar sem ástandið er víðast þannig að engin hreinsun á sér stað.

Hér við Eyjafjörð hafa þessi sýni farið upp í tæplega 80.000 á hverja 100 ml af sjó sem er 100 x það sem mældist við höfðuðborgina. Slæmt en enn verra er ástandið hjá okkur sem þurfum að þola þessa stöðu allan ársins hring, misjafnlega mikið eftir árstíðum. Í Reykjavík er þetta tímabundið ástand á afmörkuðu svæði en við Eyjafjörð er þetta viðvarandi ástand. Sama má segja um flesta aðra staði, sem dæmi mætti nefna Selfoss.

Stundum furðar maður sig á áherslum og þröngsýni fjölmiðla þegar þeir komast í HASAR mál, væri frábært ef þeir víkkuðu út þessa umræðu og tækju landið fyrir.

En það er ekki HASARMÁL, þess vegna hafa þeir engan áhuga.

 


Stjórnarþingmenn NA kjördæmis ónýtir ?

0 2017 0000 Oddeyri í júní-8982Áætlað er að það þurfi 175 þúsund rúmmetra af efni í flughlaðið. Á síðasta bæjarráðsfundi Akureyrarbæjar var rætt um stöðuna á framkvæmd við flughlað á Akureyrarflugvelli. Bæjarráð Akureyrar skorar á fjármálaráðherra og og ríkisstjórn að úthluta fjármagni í fjárlögum til þess að klára flughlaðið við Akureyrarflugvöll.

 

 

Flughlaðið á Akureyrarflugvelli er að verða sorgarsaga í boði stjórnarflokkanna.

Engu fjármagni er veitt í verkefnið og svæðið því sundurtætt og ekkert að gerast.

Meðan sumir stjórnarþingmenn Sjálfstæðisflokksins eru í fjölmiðlum aftur og aftur um málefni fjarri kjördæminu heyrist ekki múkk í þeim varðandi Akureyrarflugvöll.

Satt að segja fá núverandi stjórnvöld og stjórnarþingmenn kjördæmisins fullkomna falleinkunn í málefnum Akureyrarflugvallar.

Vondandi fara þeir að girða sig í brók og sinna fjármögnun flugvallarins af sóma, það varðar ekki síst öryggismálin því allir vita að flughlaðið er á undanþágu hvað það varðar.

Svo státar kjördæmið af fjármálaráðherra en þaðan er engin von að nokkuð komi, hann snýst bara í hringi og hefur engan áhuga á þessu máli.


« Fyrri síða

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Júlí 2017
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 818038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband