Sjálfstæðisflokkur á brauðfótum.

2017 xd„Ótrúlega holur hljómur í þessum málflutningi frá Katrínu Jakobsdóttur, sem sat í vinstri stjórninni, og þú spyrð: Hvers er að vænta frá vinstri stjórn? Og við áttum vinstri stjórn hér fyrir nokkrum árum síðan. Skapaði hún mikla sátt um Evrópusambandsferlið? Var það vel til þess fallið að sundra ekki þjóðinni, að leggja af stað í þann leiðangur?“ spurði Bjarni Benediktsson.

( BB um vinstri stjórnina 2009-13.)

Kjósum festu og öryggi, segir Sjálfstæðisflokkurinn.

Kjósum skattalækkanir, segir Sjálfstæðisflokkurinn.

Margt fleira mætti telja til.

Nokkuð ljóst þegar rýnt er í sögu síðustu 20 ára er Sjálfstæðisflokkurinn að ræða eitthvað allt annað en eigið skinn.

Festa og öryggi ?

Síðast myndaði Sjálfstæðisflokkurinn ríkisstjórn sem hélt heilt kjörtímabil árið 2003.

Það eru 14 ár síðan.

Allar ríkisstjórnir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið að síðan hafa lagt upp laupana fyrr, sumar löngu fyrr.

Seint mundi það kallast festa og öryggi.

Skattalækkanir Sjálfstæðisflokksins eru svo hitt málið sem þeir guma af.

Einhver glöggur gerði mynd sem sínir þá fullyrðingu ágætlega.

 

2017 sjallar

 

 

 

 

 

 

Sjálfstæðisflokkurinn er í reynd skattahækkunarflokkur. Lækkanir þeirra á sköttum snúast að sértækum breytingum fyrir valda hópa.

Sjálfstæðisflokkurinn var kannski flokkur festu og öryggis einu sinni.

Það er löngu liðin tíð, nú er hann hagsmunabandalag útvalinna stétta í atvinnulífinu og skjaldborg þeirra sem mest eiga í þjóðfélaginu.

Þeirra tíð er liðin að mestu, valdaflokkurinn sem einu sinni mældist með 40-50% fylgi í landsmálum og 65% í Reykjavík er horfinn. Í stað hans er Sjálfstæðisflokkurinn með fjórðungsfylgi á góðum degi og fer það jafnt og þétt lækkandi.

Fullyrðingar um festu og öryggi eru í besta falli fyndnar.

Hægri íhaldsflokkar í Evrópu eru gjarnan á þessu róli, gamla íhaldið með sín 40% er söguleg geymd.

Boðskapurinn nær enn til valinna hagsmunahópa en allur almenningur fellir sig ekki við þá vondu hægri stefnu sem flokkurinn stendur fyrir.

 

 

 


Akureyri og Hörgárbyggð þarf að tengja betur.

0 2017 00000 fyrsti vetrardagur-2614Seinni árin hefur færst mjög í vöxt að fólk vill hjóla og ganga. Hjólið er að verða samgöngutæki umfram það sem áður var margir vilja nota tvo jafnfljóta til að koma sér á milli staða.

Rétt norðan Akureyrar, reyndar bara nokkur hundruð metra frá Akureyri er vaxandi þéttbýli og nokkur fyrirtæki.

Tengingar þessara tveggja sveitarfélaga er þjóðvegur nr. 1 og ekkert annað.

Engir hjóla og göngustígar og leiðin meðfram þjóðvegi 1 er hættuleg og litlir möguleikar á að halda sig fjær en vera í vegöxlinni.

Ég trúi því að þessi tvö nágrannasveitarfélög hafi metnað til að taka á þessu vandamáli á markvissan hátt.

Það getur ekki kostað risaupphæðir að bæta úr þessu með öryggi íbúanna í huga.

Reyndar er ótrúlegt að ekkert skuli hafa verið hugað að þessu máli nýlega.

Gatnamótin inn á þjóðveg 1 við þéttbýlið í Hörgárbyggð er síðan sér kafli sem er hrein og bein dauðagildra. Engar merkingar, engar stýringar og hraðinn mikill á þjóðveginum.

Fyrir nokkuð löngu var stofnað til samráðshóps um framtíðartengingar Akureyrar og Högárbyggðar. Það var þegar ég var í skipulagsnefnd á árunum 2002 - 2010.

Það virðist hafa lognast útaf í tíð L-listans og ekki vaknað síðan.

Nú væri ráð að skella í framkvæmdir á þessu svæði og færa samgöngur milli þessara sveitarfélaga til nútímahorfs.


Hvernig ríkisstjórn viljum við fá ?

2017 könnun okt viku fyrirHeild­ar­fjöldi í úr­tak­inu var mun stærri en í síðustu könn­un­um Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar, 3.900 manns. Fjöldi þeirra sem af­stöðu tóku til fram­boða var 1.940 eft­ir vigt­un, en þar fyr­ir utan ætlaði 71 að skila auðu, 10 ekki að kjósa, 309 svöruðu „veit ekki“ og 57 vildu ekki svara; sam­tals 2.396.

Kosningarnar núna snúast um það hvernig ríkisstjórn viljum við hafa næstu árin ( vonandi )

Könnun Félagsvísindastofnunar er að mörgu leiti nokkuð lýsandi fyrir þann átakapunkt.

Sjálfstæðisflokkurinn virðist ætla að tapa nokkru fylgi, en að vonum minna eftir alla þá skandala sem hafa umlukið hann að undanförnu.

VG var að mælast með allt að 30% fylgi á tímabili en sannarlega var það eitthvað sem yrði frekar ólíklegt þegar upp væri staðið. Þó mun flokkurinn bæta verulega við sig og stórsigur ef hann næði að vera ofan 20% marksins

Samfylkingin er á góðu róli og gæti enn bætt við sig á lokasprettinum. Lykillinn að ríkisstjórn frá miðju til vinstri verður varla að veruleika nema X-S fái góða kosningu.

Miðflokkurinn sem er ekkert annað en SDG gæti skrapað sér nokkuð fylgi en munu ekki ná 10% markinu. Framsókn siglir neðarlega og ekki að undra eftir þá útreið sem flokkurinn hefur fengið frá fyrrum formanni. Hvorugur þessara flokka er líklegur til að vera í ríkisstjórn. Sennilega leitun að flokkum sem nenna að starfa með SDG og Framsókn þarf að safna liðinu saman og það gerir stöðu þeirra þrönga til stjórnarmyndunar.

Píratar eru mikið að gefa eftir, ekki lengur " inn " eins og var í aðdraganda síðustu kosninga. Það var dálítið eins  og MALTIÐ hafi horfið úr framboðinu með Brigittu. Gætu þó náð að halda þessari stöðu, vonandi.

Viðreisn er enn að njóta formannsskipta og þeir gætu haldið sér inni á Sjálfstæðismönnum sem alls ekki geta hugsað sér að koma heim aftur. Að mínu mati 50% líkur á að þeir nái að halda sér á þingi.

Flokkur fólksins er horfin úr baráttunni. Afneitun rasisma og skortur á málefnum og sérstöðu gerir það að verkum að þeir ná ekki manni, eins og ég hef reyndar haldið fram um nokkurn tíma.

BF er horfin og á enga möguleika enda blasir tilgangsleysi þessar hreyfingar við öllum.

Það eru tveir alvöru ríkisstjórnarmöguleikar í boði, og þó varla nema einn.

VG og Sjálfstæðisflokkur fara ekki saman, aðrir flokkar á hægri vængnum hafa ekki styrk eða getu til að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Samkvæmt könnunum virðist sem þjóðin sé að velja sér að hér verði mynduð félagshyggjustjórn frá miðju til vinstri.

Til þess að svo verði þurfa VG og Samfylking að hljóta góða kosningu. Smáflokkadreif á þingi hefur gert þetta erfitt undanfarin ár.

Nú er möguleiki, því þurfa allir að mæta á kjörstað og kjósa, að sitja heima styrkir valdaöflin í þjóðfélaginu.

Allir á kjörstað þann 28. okt.


mbl.is Vinstri grænir lækka flugið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn lamar samneysluna.

2015 marteinn mosdalSjálfstæðisflokkurinn boðar lækkun skatta nú sem aldrei fyrr.

Reyndar hafa þeir hækkað ýmsa skatta m.a. matarskattinn margfræga en látum það vera, hvað er flokkurinn að segja.

Gangandi Sjálfstæðismenn í sölnuðu haustlandslagi boða lækkun skatta, lesist, ætla að draga úr tekjum ríkissjóðs.

Hvað þýðir það ?

Allir vita að heilbrigðiskerfið, lögreglan, Vegagerðin, framhaldskólarnir, eðlileg framlög til sveitarfélaga fyrir veitta þjónustu og margt fleira líða mikinn skort á framlögum til reksturs og framkvæmda.

Eins og áður sagði, Sjálfstæðisflokkurinn boðar mikla lækkun skatta.

Þeir skulda okkur því svör við einfaldri spurningu.

Hvar ætla þeir að skera niður í þjónustu til að mæta þessum skattalækkunum ?

Allir vita að það skortir gríðarlegt fé í innviðina.

Spurningin er því... og vonandi svara þeir því.

Hvar ætlið þig að skera niður þjónustu til að mæta þessum boðuðu skattalækkunum ?

Hef ekki orðið var við að nokkur fréttastofa spyrji þá að því, ekki einu sinni þingfréttaritarinn þeirra sem vill gjarnan fá svör við öllum smáatriðum.

 


Undarlegur þessi Brynjar.

„Ég hafna þess­um 50 millj­ón­um al­veg. Þetta er ekki eitt­hvað sem er hér á hverju strái,“ sagði Þór­unn Svein­björns­dótt­ir, formaður Lands­sam­bands eldri borg­ara, í Morg­unút­varpi Rás­ar 2, um um­mæli Brynj­ars Þórs Ní­els­son­ar í sama þætti í gær­morg­un.

Enn einu sinni fær Brynjar Níelsson fyrirsagnir fjölmiðla.

Það gerist nokkuð oft og oftast nær fyrir einhverjar furðuyfirlýsingar.

Núna voru það 50 milljónir sem Brynjar taldi fullvíst að annar hver maður ætti undir koddanum.

Það er merkilegt hvað Sjálfstæðisflokkurinn nennir að hafa svona fólk í framboði, fólk sem hreinlega skaðar ímynd flokksins.

Og það hefur Brynjari tekist margoft, ekki þannig að ég syrgi það sérstaklega.

En framganga hans er ótrúlega óskynsamleg á köflum og stundum spyr maður sig.

Hvernig er hægt að vera svona cool


mbl.is „Ég hafna þessum 50 milljónum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkur og VG falla - X-S á uppleið.

1710_vote_okt_3

 

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi, eða 19,9 prósent, samkvæmt nýrri könnnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina.

   (MMR könnun )

 

 

 

Verulegar breytingar mælast nú í könnun MMR.

Sjálfstæðisflokkurinn fellur niður fyrir 20% og VG er þar skammt undan.

Turnarnir tveir sem hafa lengi sést eru nú að verða þrír því X-S er komin í tæp 16%.

Viðreisn er inni, nýtur formannsskiptanna, en BF á enga möguleika að sjá.

Flokkur fólksins er enn á því róli eins og verið hefur að undanförnu, munu sennilega ekki ná inn manni.

Píratar síga upp eftir sig upp á síðkastið

Framsóknarflokkanir tveir með 19%

Stóru tíðindin í þessari könnun er afhroð Sjálfstæðisflokksins ( sem ætti kannski ekki að vera svo óvænt ) og að VG skuli nú hafa farið niður fyrir 20%.

En stærstu tíðindin eru að jafnaðarmenn eru að sækja í sig veðrið og ef þessi þróun helst þá er félagshyggjustjórn fá miðju til vinstri það sem kemur upp úr kjörkössunum.

En þetta er nú víst bara könnun þannig að ekki má slaka á eitt einasta andartak.

Jákvæð og málefnaleg kosningabarátta X-S er að skila sér í mælingum.

 

 

 

 

 


Hrikalegur álitshnekkir Íslands.

„Ég skora á ís­lensk stjórn­völd að stilla sig um að beita frek­ari höml­um á um­fjöll­un fjöl­miðla um þetta mál og aft­ur­kalla þær aðgerðir sem þegar hef­ur verið ráðist í.“ Þetta sagði Har­lem Dés­ir, full­trúi Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­un­ar Evr­ópu, ÖSE, á ráðstefnu í morg­un.

Heimskuleg ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík dregur dilk á eftir sér.

Álitshnekkir landsins er mikill, enda tíðkast árásir á fjölmiðla ekki nema í vondum einræðisríkjum.

Nú erum við óhjákvæmilega í dilk með Rússlandi Pútins, Tyrklandi Erdognans og álíka kumpánum.

Það er ekki hægt að sjá að þessi sýslumaður geti haldið áfram í sínu starfi eins og ekkert sé.

Nú þarf að taka fram fyrir hendurnar á honum, aflétta þessu strax, þá kannski endurheimtist eitthvað af áliti Íslands.

Reyndar erum við margdæmd af erlendum dómsstólum þegar kemur að framkvæmd í ýmsum mannréttindamálum þannig að þeim hjá ÖSE kemur þetta kannski ekki sérlega á óvart.


mbl.is Vill að stjórnvöld afturkalli lögbannið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokkur fólksins á útleið, Viðreisn inni.

Viðreisn myndi fá þrjá menn kjörna á þing ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Flokkur fólksins tapar hins vegar fylgi milli kannana og myndi ekki fá kjörna menn.

Enn ein könnunin lítur dagsins ljós.

Einhvernvegin finnst mér könnun Fréttablaðsins vera ótrúverðug.

Afar lágt svarhlutfall og fáir sem svara.

Samt er í henni þessi sama tilhneigin og sést hefur síðstu daga.

Sjálfstæðisflokkurinn er fastur í 22-23% og hefur verið það nánast alltaf í þessari könnun að undanförnu.

Miðflokkurinn mælist nokkuð hátt en Framsókn lágt en samt eru þessir tveir Framsóknarflokkar með um 19% fylgi sem er afar sérkennilegt.

Svona mun þetta ekki enda.

Miðflokkurinn er líklega að hreinsa allt fylgi af Flokki fólksins sem er að hrynja niður upp á síðkastið. Líklega mun þetta framboð ekki ná mönnum á þing, kæmi mér allavegana á óvart.

Viðreisn slefar inn en tilfinningin er að þetta hafi verið snöggur púls vegna formannsskiptanna og þetta eigi eftir að síga á ný.

Vg er aðeins að síga. Úr 29,9% í 27%

Samfylkingin bætir við sig frá þeirri síðustu, úr 8,3% í 10,4%

Píratar síga uppávið... 8,5% í 10,0%

Enn stefnir allt í slakt gengi Sjálfstæðisflokksins og gott gengi VG.

Það er boðskapurinn í þessari ónákvæmu könnun.

Það verður fróðlegt að sjá hvað valdbeiting sýslumanns Sjálfstæðisflokksins gerir, kannki halda þeir bara áfram að vera með sín 22%

 

 


Sýslumaðurinn og FLOKKURINN

Gagn­sæi, sam­tök gegn spill­ingu, for­dæm­ir ákvörðun sýslu­manns­ins á höfuðborg­ar­svæðinu um að setja lög­bann á um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar og Reykja­vik Media á mál­efni sem tengj­ast Glitni og for­sæt­is­ráðherra, Bjarna Bene­dikts­syni. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um.

Hverra erinda gengur sýslumaðurinn í Reykjavík ?

Kannski er það bara tilviljun að hann sé fyrrum frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og ráðamaður í innsta hring.

Kannski er það bara heppni að hann er sýslumaður í Reykjavík, hefur ekkert með flokkinn á gera ?

Kannski skuldar hann einhverjum greiða ?

Hvað sem öðru líður er hann langt úti á túni í þessari ákvörðun.

Hann er að brjóta gróflega gegn stjórnarskránni hvað varðar tjáningafrelsið.

Ef hann er að taka hagsmuni ráðamanna í FLOKKNUM framyfir stjórnarskrána er hann kominn í slæma stöðu.

Hann hefur með þessu rýrt álit landsins á alþjóðavettvangi, þar sem við megum illa við því að umræða um mannréttindi blossi upp að nýju.

Er Ísland bananalýðveldi þegar kemur að þöggun og leyndarhyggju ráðamanna?

Er Ísland bananalýðveldi þar sem stjórnmálamenn halda áfram sama hvað á dynur?

Þetta er sorgardagar í sögu þjóðar og allt fyrir FLOKKINN:

 

 


mbl.is Fordæma lögbann sýslumanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn reynir að múlbinda fjölmiðla.

Eignarhaldsfélagið utan um eftirstandandi eignir Glitnir telur að umfjöllun Stundarinnar, The Guardian og Reykjavik Media byggi á gögnum sem séu bundnar bankaleynd. Farið hefur verið fram á lögbann á umfjallanir byggðar á gögnunum.

Sjálfstæðisflokkurinn reynir í örvæntingu sinni að þagga niður í fjölmiðlum.

Það er gerð atlaga að Stundinn í nafni Glitnis en auðvitað sjá allir fingraförin á málinu.

Það er ljóst að þarna leynist eitthvað verulega órhreint mjöl í pokahorninu.

Stundum hugleiðir maður hverskonar lýðræði er á Íslandi.

Nokkuð ljóst að þá á fátt sameiginlegt með Norður-Evrópulýðræði.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2017
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband